Innlent

Berjast gegn fóstureyðingum með bænum

Karen Kjartansdóttir skrifar
„Við biðjum, sama hvernig viðrar". Þetta segja forsprakkar hóps sem hafa vikulega hist fyrir utan kvennadeild Landspítalans og beðið þess að fóstureyðingum linni. Árlega eru gerðar um og yfir 900 fóstureyðingar hér á landi.

Í gögnum Landlæknisembættisins frá því í fyrra kemur fram að árið áður voru gerðar 955 fóstureyðingar á konum sem áttu íslenskt lögheimili.

Þetta þykir meðlimum félagsskapar sem kallast Lífsvernd alltof há tala en félagsskapurinn samanstendur af andstæðingum fóstureyðinga. Nokkrir úr hópnum hafa í rúmt ár nýtt hádegishlé sitt á þriðjudögum til að biðja fyrir lífi ófæddra barna og því að öllum fóstureyðingum verði hætt.

Þau segja mismarga sjá sér fært að mæta, kjarni hópsins samsanstandi þó af fimm manns en öllum sé velkomið að biðja með þeim. Hópurinn hittist fyrir utan Kvennadeildir Landspítalans en þar fæðast flest börn landsins og þar eru fóstureyðingar líka gerðar.

Fólkið segir starfsmenn spítalans einstaka sinnum spyrja sig hvað þau séu að gera, allir hafi verið þeim vinsamlegir enda vilji þau engan angra eða hindra för fólks að spítalanum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×