Leggja til strangar hömlur á skógrækt 20. desember 2010 18:36 Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar. Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira
Strangar takmarkanir verða settar á skógrækt og jafnvel bann, samkvæmt drögum að nýjum náttúruverndarlögum sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarmenn bregðast hart við og segja öfgasjónarmið ráða för. Umhverfisráðuneytið kynnir nú á heimasíðu sinni frumvarpsdrög til breytinga á lögum um náttúruvernd. Á heimasíðu Skógræktar ríkisins er allt skógræktarfólk hvatt til að kynna sér tillögurnar og senda athugasemdir og spurt hvort frumvarpshöfundar vilji banna skógrækt. Forstöðumaður rannsóknarstöðvar Skógræktar ríkisins á Mógilsá, Aðalsteinn Sigurgeirsson, segir að ætlunin sé að setja gríðarlegar hömlur á athafnafrelsi manna í skógrækt og landgræðslu. Skógræktarmenn geti illa sætt sig við það altæka bann sem sett verði með slíkum lögum á ræktun allra svokallaðra framandi tegunda. Í frumvarpstextanum er það orðað þannig að óheimilt verði, nema samkvæmt leyfi Umhverfisstofnunar og umsögn Náttúrufræðistofnunar, að dreifa eða sleppa lifandi framandi lífverum út í náttúruna. Aðalsteinn segir frumvarpið mjög illa vísindalega undirbyggt. Með því verði fórnað mögulegri atvinnustarfsemi í skógrækt um alla framtíð. Frelsi áhugafólks til að græða upp landið verður einnig takmarkað. Rökin eru þau að Ísland hafi skuldbundið sig til að vernda upprunalegt lífríki landsins og að sporna gegn því að ágengar framandi tegundir festi rætur. Aðalsteinn segir að í raun verði öll helstu skógræktartré bönnuð. Allar grenitegundir, furutegundir, lerki og ösp. En það verði einnig bannað að flytja innlendar tegundir til svæða innanlands þar sem þær koma ekki náttúrlega fyrir. "Þetta þýði væntanlega að bannað verður að rækta birki í Húnavatnssýslum, þar sem það kemur ekki fyrir náttúrulega í dag. Það verður bannað að rækta íslenska blæösp á Suðurlandi," segir Aðalsteinn, og býst einnig við að bannað verði að útbreiða hið vöxtulega birki úr Bæjarstaðaskógi yfir í aðra landshluta. Hann segir að afar flókið verði að fá undanþágur. Mikil skriffinnska og kostnaður leggist á sumarbústaðaeigendur, bændur og aðra sem vilji rækta landið. Þannig verði sumarhúsaeigandi, sem vilji gróðursetja tré, að leita sérstakra undanþága hjá Náttúrufræðistofnun og Umhverfisstofnun, greiða gjald fyrir þá stjórnsýslu, fara í langvinnt beiðnaferli og skrifa einhverskonar áhættuskýrslu um hvað felist í þeirri aðgerð að gróðursetja eitthvað í sumarbústaðarlandinu. "Þetta er mjög íþyngandi," segir Aðalsteinn. Hann segir að í frumvarpinu felist einnig hömlur á landgræðslu, en þar séu notaðar innfluttar grastegundir. Þetta hamli einnig þróun landbúnaðar, og nefnir áform um ræktun repju. Með hlýnandi loftslagi gefist færa á að rækta margar nýjar erlendar tegundir en allt slíkt yrði sömu takmörkunum háð og þyrfti að fara í gegnum sama ferlið. Aðalsteinn segir ströngustu hreintrúarmenn í náttúrufarsmálum ráða hér för. Úr frumvarpsdrögunum megi lesa að þarna séu mikil öfgasjónarmið ríkjandi. Í ljósi þekkingar um ofbeit segir Aðalsteinn þó vekja athygli að búfé verður undanþegið lögunum og engar hömlur lagðar á frelsi sauðkindarinnar.
Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Erlent Fleiri fréttir Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Sjá meira