Innlent

Ný útgáfa af tillögum mannréttindaráðs

Erla Hlynsdóttir skrifar
Skólabörn fá áfram að halda litlu jólin og búa til páskaskraut
Skólabörn fá áfram að halda litlu jólin og búa til páskaskraut Mynd úr safni
Nokkrar breytingar voru gerðar á orðalagi tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar áður en hún var afgreidd úr ráðinu í gær. Þar segir nú:

„Sígildir söngvar, dansar, leikir og handíðir sem teljast hluti af gamalgrónum hátíðumog frídögum þjóðarinnar halda sínum sess í árstíðabundnum skemmtunum og starfi frístundaheimila, leik- og grunnskóla."

Þessi liður var settur inn meðal annars til að skýrt sé að ekki er verið að meina skólabörnum að halda litlu jólin og aðrar hefðbundnar hátíðir í skólanum.

Meirihluti mannréttindaráðs hefur samþykkt breytta tillögu og hefur nú nú verið send til umsagnar hjá mennta- og íþróttaráði, tómstundaráði og velferðarráði. Búast má við að tillagan taki enn breytingum í meðförum þeirra áður en hún verður endanlega afgreidd frá mannréttindaráði og send til borgarráðs.

Sjálfstæðismenn í mannréttindaráði voru einir á móti afgreiðslu tillögunnar og óskuðu eftir að hafin verði vinna til að ná samstöðu meðal skólasamfélagsins, foreldra, trúfélaga og fræðimanna um samskipti trúfélaga og skóla. Meirihluti Besta flokks, Samfylkingar og Vinstri grænna hafnaði þessu á þeim forsendum að tillagan sem nú hefur verið afgreidd hafi einmitt verið byggð á skýrslu stýrihóps frá 2007 um nákvæmlega þetta sama efni.

Nýja tillögu mannréttindaráðs um samskipti trúfélaga við leik- og grunnskóila má lesa hér fyrir neðan. Breytingarnar felast aðallega í breyttu orðalagi frekar en nýjum efnistökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×