Innlent

Mikilvægt að nemendur hafi val

Hlíðaskóli Nemendur hans eiga forgang í MH og Versló.
Hlíðaskóli Nemendur hans eiga forgang í MH og Versló.

Mikilvægt er að nemendur hafi áfram val um skólagerð, milli bekkjarkerfis og fjölbrautakerfis segir Kristrún G. Guðmundsdóttir, skólastjóri Hlíðaskóla. Framhaldsskólarnir séu með misjafnar áherslur og ekki víst að hverfisskólarnir henti endilega öllum nemendum.

Þær reglur sem giltu í fyrra voru harðlega gagnrýndar. Kristrún bendir á að þær hafi einfaldlega ekki gefist vel, fjöldi ungmenna hafi ekki fengið skólavist fyrr en seint og um síðir. Ráðuneytið virðist hafa lært af því. Nú eigi nemendur að sækja um vist í framhaldsskóla um miðjan apríl, löngu áður en einkunnir liggi fyrir, væntanlega svo hægt verði að kortleggja hvert straumurinn liggur.

Alltaf er viss spenna meðal nemenda í tíunda bekk um vist í framhaldsskóla, en Kristrún segir engan óróleika meðal nemenda í Hlíðaskóla vegna breytinga á reglum um innritun.

„Nemendurnir takast á við sitt nám eins og venjulega og reyna að gera sitt besta.“
- bj
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.