Fréttaskýring: Skattar á bíla taka mið af umhverfinu svavar@frettabladid.is skrifar 31. ágúst 2010 05:15 Fjármálaráðuneytið telur ekki ástæðu til að hvetja til innflutnings á nýjum bílum. Bílafloti þjóðarinnar sé tiltölulega nýr.fréttablaðið/vilhelm Fréttaskýring: Hvernig verður skattlagningu háttað af nýjum bílum í framtíðinni? „Við erum að ganga frá frumvörpum þar sem verið er að breyta skattlagningu á ökutækjum og eldsneyti sem byggir á losun gróðurhúsalofttegunda. Til þessa hefur verið litið til vélarstærðar við álagningu innflutningsgjalda og þunga ökutækis við álagningu bifreiðagjalda,“ segir Sigurður Guðmundsson, aðstoðarskrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. „Fyrsta skrefið í endurskoðun skattlagningar á ökutæki var kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Næstu skref eru bifreiða- og vörugjöld sem bæði eiga að endurspegla losun gróðurhúsalofttegunda. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Bílgreinasambandið leggur til að tíu ára gamla bíla megi afskrifa og eigendur þeirra fái á móti afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bíl. Sambandið vill sömuleiðis að innflutningsgjöld á nýjum bílum verði lækkuð. Markmiðið er að flýta endurnýjun bílaflotans og koma markaðnum á hreyfingu á ný eftir gríðarlegan samdrátt í bílasölu eftir hrun. Sala nýrra bíla dróst saman um 95 prósent á árunum 2007-2009. „Við vitum af hugmyndum Bílgreinasambandsins um afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bifreiðum við afskrift eldri ökutækja. Áhugi bílainnflytjenda er skiljanlegur en bílafloti landsmanna er stór og mikill hluti hans er nýr og lítið notaður. Það er ekkert sérstakt áhugamál að auka innflutninginn í þeim tilgangi að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans,“ segir Sigurður. Núna er lagt 30 eða 45 prósent vörugjald á alla bíla sem fluttir eru til landsins og það fer eftir vélarstærð. Sigurður segir að í framtíðinni munu vörugjöldin geta farið allt niður í fimm prósent fyrir neyslugranna bíla sem ganga fyrir dísilolíu. Engin vörugjöld yrðu lögð á rafmagnsbíla eða tvinnbíla. Heilt yfir yrði um að ræða lækkun vörugjalda fyrir alla bíla sem teljast umhverfisvænir. „Hugmynd nýrrar álagningar er skali gjalda sem byrjar í núlli en endar hærra en það 45 prósenta hámarksvörugjald sem innheimt er í dag fyrir þá bíla sem eyða miklu eða teljast óumhverfisvænir samkvæmt skilgreiningu nýrra laga,“ segir Sigurður. „Meiningin er að þegar uppsveifla hefst á ný verði komið á fyrirkomulag sem þýðir að þú getur flutt inn umhverfisvæn ökutæki með lægri vörugjöldum.“ Í dag er verðmyndun ökutækja með þeim hætti að þrjátíu prósent vörugjald leggst á þegar ökutæki er tollafgreitt inn í landið. Önnur álagning er frá söluaðila auk 25,5 prósenta virðisaukaskatts sem leggst við. Bílgreinasambandið hefur jafnframt viðrað hugmyndir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðarkostnaðar. Hefur þar verið bent á átakið Allir vinna. Sigurður segir að átakið Allir vinna hafi haft það að leiðarljósi að efla byggingarstarfsemi sem var sú atvinnugrein sem varð fyrir þyngsta högginu í hruninu. „Þar er atvinnuleysishlutfallið hæst og menn sátu heima með miklum kostnaði fyrir samfélagið, en það er ekki okkar tilfinning að það sé raunin í bílaviðgerðum. Heldur kannski þveröfugt.“ Rök Bílgreinasambandsins um slíka aðgerð til að uppræta svarta atvinnustarfsemi segir Sigurður annað mál. „Það væri heldur að ná utan um það með hertu skatteftirliti.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Fréttaskýring: Hvernig verður skattlagningu háttað af nýjum bílum í framtíðinni? „Við erum að ganga frá frumvörpum þar sem verið er að breyta skattlagningu á ökutækjum og eldsneyti sem byggir á losun gróðurhúsalofttegunda. Til þessa hefur verið litið til vélarstærðar við álagningu innflutningsgjalda og þunga ökutækis við álagningu bifreiðagjalda,“ segir Sigurður Guðmundsson, aðstoðarskrifstofustjóri á tekju- og skattaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. „Fyrsta skrefið í endurskoðun skattlagningar á ökutæki var kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti. Næstu skref eru bifreiða- og vörugjöld sem bæði eiga að endurspegla losun gróðurhúsalofttegunda. Fréttablaðið sagði frá því í gær að Bílgreinasambandið leggur til að tíu ára gamla bíla megi afskrifa og eigendur þeirra fái á móti afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bíl. Sambandið vill sömuleiðis að innflutningsgjöld á nýjum bílum verði lækkuð. Markmiðið er að flýta endurnýjun bílaflotans og koma markaðnum á hreyfingu á ný eftir gríðarlegan samdrátt í bílasölu eftir hrun. Sala nýrra bíla dróst saman um 95 prósent á árunum 2007-2009. „Við vitum af hugmyndum Bílgreinasambandsins um afslátt af innflutningsgjöldum á nýjum bifreiðum við afskrift eldri ökutækja. Áhugi bílainnflytjenda er skiljanlegur en bílafloti landsmanna er stór og mikill hluti hans er nýr og lítið notaður. Það er ekkert sérstakt áhugamál að auka innflutninginn í þeim tilgangi að flýta fyrir endurnýjun bílaflotans,“ segir Sigurður. Núna er lagt 30 eða 45 prósent vörugjald á alla bíla sem fluttir eru til landsins og það fer eftir vélarstærð. Sigurður segir að í framtíðinni munu vörugjöldin geta farið allt niður í fimm prósent fyrir neyslugranna bíla sem ganga fyrir dísilolíu. Engin vörugjöld yrðu lögð á rafmagnsbíla eða tvinnbíla. Heilt yfir yrði um að ræða lækkun vörugjalda fyrir alla bíla sem teljast umhverfisvænir. „Hugmynd nýrrar álagningar er skali gjalda sem byrjar í núlli en endar hærra en það 45 prósenta hámarksvörugjald sem innheimt er í dag fyrir þá bíla sem eyða miklu eða teljast óumhverfisvænir samkvæmt skilgreiningu nýrra laga,“ segir Sigurður. „Meiningin er að þegar uppsveifla hefst á ný verði komið á fyrirkomulag sem þýðir að þú getur flutt inn umhverfisvæn ökutæki með lægri vörugjöldum.“ Í dag er verðmyndun ökutækja með þeim hætti að þrjátíu prósent vörugjald leggst á þegar ökutæki er tollafgreitt inn í landið. Önnur álagning er frá söluaðila auk 25,5 prósenta virðisaukaskatts sem leggst við. Bílgreinasambandið hefur jafnframt viðrað hugmyndir um endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna viðgerðarkostnaðar. Hefur þar verið bent á átakið Allir vinna. Sigurður segir að átakið Allir vinna hafi haft það að leiðarljósi að efla byggingarstarfsemi sem var sú atvinnugrein sem varð fyrir þyngsta högginu í hruninu. „Þar er atvinnuleysishlutfallið hæst og menn sátu heima með miklum kostnaði fyrir samfélagið, en það er ekki okkar tilfinning að það sé raunin í bílaviðgerðum. Heldur kannski þveröfugt.“ Rök Bílgreinasambandsins um slíka aðgerð til að uppræta svarta atvinnustarfsemi segir Sigurður annað mál. „Það væri heldur að ná utan um það með hertu skatteftirliti.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira