Innlent

BÍ: Tillaga um að fresta ársfundi var felld

Svavar Halldórsson vildi fresta fundinum um þrjár vikur.
Svavar Halldórsson vildi fresta fundinum um þrjár vikur.
Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands hófst klukkan átta en mikil átök hafa verið í félaginu síðustu daga. Svavar Halldórsson stjórnarmaður lagði fram tillögu þess efnis að aðalfundinum yrði frestað um þrjár viku. Taldi hann að lögmæti fundarins væri laskað, meðal annars vegna þeirra deilna sem uppi hafa verið um ársreikninga félagsins en meirihluti stjórnarinnar neitaði að undirrita reikningana fyrir ársfundinn.

Heimir Már Pétursson fréttamaður lagði fram frávísunartillögu við tillögu Svavars og var tillaga Heimis samþykkt. Fundurinn fer því fram samkvæmt dagskrá.

Í morgun tilkynnti Þóra Kristín Ásgeirsdóttir núverandi formaður félagsins að hún ætlaði ekki að bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku og er Hjálmar Jónsson núverandi framkvæmdastjóri því einn í framboði til formanns.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×