Eineltisrapp tilkynnt til lögreglunnar - fórnarlambið í stofufangelsi 29. apríl 2010 14:00 Eineltið getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Athugið að myndin er úr safni. „Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma. Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Systir mín kærði þetta í dag," segir frænka fimmtán ára pilts frá Sandgerði sem hefur að hennar sögn orðið fyrir hrottalegu einelti þar í bæ. Eineltið hefur tekið á sig margar myndir, meðal annars hafa gerendurnir gengið heiftarlega í skrokk á piltinum. Nýjasta útspil eins gerandans, sá sem hefur haft sig mest í frammi, er rapplag sem hann hefur birt á vefsvæðinu Youtube. Þar lýsir hann í texta lagsins hvernig hann ætlar að beita piltinn ofbeldi. Fjölskyldu drengsins var nóg boðið þegar þau heyrðu lagið og ákváðu að tilkynna það til lögreglunnar. Eineltið byrjaði fyrir um ári síðan að sögn frænku piltsins. Í upphafi snérist eineltið um líkamlegt ásigkomulag piltsins sem var þykkur að sögn frænku hans. Málið komst svo í hámæli þegar nokkrir piltar gengu í skrokk á honum fyrir um ári síðan. „Hann var fljótlega laminn á skólalóðinni," segir frænka hans en hann hlaut áverka eftir ofbeldið. Eftir árásina þá hefur eineltið ágerst með þeim afleiðingum að hann getur varla farið út á götu að sögn frænku piltsins. „Hann er í stofufangelsi. Hann getur ekki farið út á götu af ótta við eineltið," segir hún en skólayfirvöld hafa reynt að grípa í taumana. Frænka piltsins segir að skólinn hafi brugðist vel við vegna eineltisins. „Skólinn hefur góða eineltisstefnu og það er ekkert út á það að setja," segir frænka piltsins en það virðist engu breyta, ofbeldið heldur áfram að sögn frænkunnar. Rapplagið sem pilturinn samdi er með svo svæsnum texta að barnaverndaryfirvöld í Sandgerði eru með málið til skoðunar að sögn frænku piltsins. Í textanum segir pilturinn að hann muni lemja hann í klessu og breyta æsku hans í martröð. Á köflum verður textinn svo dónalegur að það er ekki hægt að hafa það eftir. Þegar haft var samband við lögregluna fengust þau svör að lögreglan hefði fengið tilkynningu um málið. Aftur á móti er drengurinn sem samdi lagið ósakhæfur og því var málinu vísað til forvarnafulltrúans á Suðurnesjum auk þess sem skólayfirvöld og barnavernd koma að lausn málsins. Vísir mun ekki vísa á myndbandið af tillitssemi við þá sem að málinu koma.
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira