Innlent

Bílstjórar sjá ekki til jarðar vegna öskufalls

Mynd/Vilhelm
Mynd/Vilhelm
Stöðugur kraftur var í gosinu í nótt til kl. 04:30 en fór þá heldur að draga úr því. Gossúlan fór í 8,5 km hæð. Stöðugur mökkur var uppúr gosstöðvunum og öskufall töluvert undir Eyjafjöllum. Mjög dimmt var sunnan undir jökli. Öskufallið er mjög þétt frá Núpi í vestri austur í Vík en er heldur minna á Mýrdalssandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samhæfingarstöð. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er sem keyrt sé inn í vegg úr vestri við Núp. Í mekkinum sést ekki til jarðar úr bílnum.

22 eldingar mældust frá miðnætti til 04:40 og er það meira en í allan gærdag.

Nokkrir litlir jarðskjálftar hafa mælst í Öskju (1,2 - 1,3 á R) og í Krossárjökli (2,2 - 2,3 á R).









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×