Skelfing og óðagot í stjórnkerfinu Óli Tynes skrifar 12. apríl 2010 16:40 Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira
Athygli vekur við lestur skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis hversu mikil skelfing og óðagot ríkti bæði í stjórnkerfinu og hjá fjármálastofnunum þegar menn gerðu sér grein fyrir því að bankakerfið var að hrynja. Margir þeirra sem gáfu skýrslu fyrir nefndinni höfðu orð á þessu. Dæmi um ringulreiðina er til dæmis sérfræðingahópur forsætisráðherra sem var skipaður fjórða október 2008. Þegar hópurinn kom út úr stjórnarráðinu eftir fund með starfsmönnum forsætisráðuneytisins uppgötvuðu menn að ekkert lá fyrir um hvar þeir hefðu starfsaðstöðu. Þeir ákváðu sjálfir að fara í húsakynni Háskólans í Reykjavík þar sem þeir fengu inni. Þeir höfðu heldur engin gögn eða upplýsingar í höndunum og byrjuðu á því að prenta út ársskýrslur bankanna. Fljótlega var þeim þó fundin aðstaða í Fjármálaeftirlitinu þar sem þeir höfðu betri aðgang að upplýsingum. Mikið mæddi náttúrlega á Geir Haarde forsætisráðherra og hann virðist hafa tekið málið nærri sér. Jón Steinsson hagfræðingur við Columbia háskólann í New York kom til landsins að eigin frumkvæði í hrunin eftir að hafa boðið fram starfskrafta sína í rafpósti til Geirs. Jón gekk á fund Geirs í Ráðherrabústaðnum föstudaginn þriðja október. Í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis segir: -Jón segir að þegar hann hitti Geir hafi hann virst vera á barmi taugaáfalls. Á einum stað í skýrslunni er vitnað í Jónínu Lárusdóttur ráðuneytisstjóra í viðskiptaráðuneytinu: -Mönnum leið bara ofboðslega illa, ég man eftir því. Björgvin Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í skýrslunni: -Það fattaði enginn fyrir helgina að við værum að fara að sigla inní það að allt bankakerfið væri bara að fara til fjandans. Og við vorum náttúrlega inn á milli skelfingu lostnir þannig, en auðvitað reyndi maður bara að halda ró sinni og stillingu.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Fleiri fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Sjá meira