Ögmundur: Almenningur búinn að fá upp í kok 11. apríl 2010 11:39 Ögmundur fjallar um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis í pistli á heimasíðu sinni. „Á öðrum vettvangi er síðan verið að kortleggja hverjir það voru sem stálu Íslandi og í kjölfarið sjá til þess að ránsfengnum verði skilað." Mynd/Arnþór Birkisson „Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í pistli á heimsíðu sinni í dag. Þar fjallar hann um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem kemur út á morgun. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. „Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Þar geti fólk síðan beðist fyrir. Fjölmiðlarnir segjast hafa verið að undirbúa sig vikum saman, fréttamenn eru hvattir til að verða vel sofnir, leikarar munu stíga á svið í maraþon lestri þar sem hvert orð skýrslunnar verður lesið á fimm sólarhringum," segir Ögmundur og spyr í framhaldinu hvort þetta sé leikrit eftir Ibsen.Er þjóðin að ná sér í syndaaflausn? Ögmundur segir að kannski sé þetta ekkert skrýtið. Rannsóknarnefndin sem hann kallar rannsóknarrétt hafi ítrekað komið fram til að skýra frá því að nefndin hafi í allan vetur grátið sig í svefn yfir þeirri óhamingju sem skýrslan boðar. „Skýrir þetta kannski spenninginn? Svona einsog þegar fólk safnaðist saman til að fylgjast með því þegar fólk var hálshöggið eða brennt á báli? Hópmúgsefjun. Hverju er verið að fullnægja? Réttlætinu? Er þjóðin kannski að ná sér í syndaaflausn?"Samfélagið brást Þingmaðurinn telur að málið sé mun einfaldara. Allir vita að samfélagið hafi brugðist og laga verði brotalamirnar. Skýrslan eigi að hjálpa til við það verk. þeir sem misbeittu valdi sínu þurfa að sjálfsögðu að svara fyrir það, að mati Ögmundar. „Um það fjallar þessi skýrsla, og er að mínu mati þörf á yfirvegun, ekki miðstýrðri múgsefjun einsog lagt er upp með. Á öðrum vettvangi er síðan verið að kortleggja hverjir það voru sem stálu Íslandi og í kjölfarið sjá til þess að ránsfengnum verði skilað," segir þingmaðurinn.Vill allt upp á borðið Þá segir Ögmundur að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. „Það þarf ekki annað en að opna fólki sýn inn í kerfið þá er það knúið til að bæta sig. Í skjóli leyndar þrífst spillingin. Það á við núna ekkert síður en í gær. Það á við í stjórnmálum, það á við í fjármálakerfinu, það á við alls staðar. Þess vegna er krafa dagsins: Allt upp á borð, allt skal vera lýðræðislegt og opið, ekki bara varðandi gærdaginn. Heldur núna." Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Er þetta leikrit eftir Ibsen? Nei, þetta er Ísland í dag," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður VG, í pistli á heimsíðu sinni í dag. Þar fjallar hann um skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis sem kemur út á morgun. Hann segir hópmúgsefjun ríkja í þjóðfélaginu í tengslum við útkomu skýrslunnar. Þá segir að hann að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. „Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í safnaðarheimilum. Þar geti fólk síðan beðist fyrir. Fjölmiðlarnir segjast hafa verið að undirbúa sig vikum saman, fréttamenn eru hvattir til að verða vel sofnir, leikarar munu stíga á svið í maraþon lestri þar sem hvert orð skýrslunnar verður lesið á fimm sólarhringum," segir Ögmundur og spyr í framhaldinu hvort þetta sé leikrit eftir Ibsen.Er þjóðin að ná sér í syndaaflausn? Ögmundur segir að kannski sé þetta ekkert skrýtið. Rannsóknarnefndin sem hann kallar rannsóknarrétt hafi ítrekað komið fram til að skýra frá því að nefndin hafi í allan vetur grátið sig í svefn yfir þeirri óhamingju sem skýrslan boðar. „Skýrir þetta kannski spenninginn? Svona einsog þegar fólk safnaðist saman til að fylgjast með því þegar fólk var hálshöggið eða brennt á báli? Hópmúgsefjun. Hverju er verið að fullnægja? Réttlætinu? Er þjóðin kannski að ná sér í syndaaflausn?"Samfélagið brást Þingmaðurinn telur að málið sé mun einfaldara. Allir vita að samfélagið hafi brugðist og laga verði brotalamirnar. Skýrslan eigi að hjálpa til við það verk. þeir sem misbeittu valdi sínu þurfa að sjálfsögðu að svara fyrir það, að mati Ögmundar. „Um það fjallar þessi skýrsla, og er að mínu mati þörf á yfirvegun, ekki miðstýrðri múgsefjun einsog lagt er upp með. Á öðrum vettvangi er síðan verið að kortleggja hverjir það voru sem stálu Íslandi og í kjölfarið sjá til þess að ránsfengnum verði skilað," segir þingmaðurinn.Vill allt upp á borðið Þá segir Ögmundur að almenningur sé búinn að fá upp í kok á réttarkerfi sem byggi á öfugsnúningi. „Það þarf ekki annað en að opna fólki sýn inn í kerfið þá er það knúið til að bæta sig. Í skjóli leyndar þrífst spillingin. Það á við núna ekkert síður en í gær. Það á við í stjórnmálum, það á við í fjármálakerfinu, það á við alls staðar. Þess vegna er krafa dagsins: Allt upp á borð, allt skal vera lýðræðislegt og opið, ekki bara varðandi gærdaginn. Heldur núna."
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira