Viðskipti innlent

Hefur áhyggjur af því að fyrirhugaðar kosningar tefji Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af áhrifum kosninganna á Icesave. Mynd/ GVA.
Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra hefur áhyggjur af áhrifum kosninganna á Icesave. Mynd/ GVA.
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur áhyggjur af því að kosningarnar í Bretlandi og Hollandi tefji fyrir lausn Icesave deilunnar. Þetta sagði Gylfi í samtali við Reuters fréttastofuna í dag.

Hann sagði að Íslendingar væru reiðubúnir til að setjast niður nú þegar með fulltrúum Breta og Hollendinga til að ná samkomulagi. „Við myndum gjarnan vilja að þessar viðræður hæfust fyrr en síðar en við stjórnum ekki pólitíkinni í Bretlandi eða Hollandi," segir Gylfi. Hann benti jafnframt á að Icesave deilan væri þröskuldur fyrir lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Moody's færði horfir á lánshæfismati úr stöðugum í neikvæðar fyrir skemmstu. Lánshæfismat Moody´s er ásamt lánshæfismati Standard & Poor's rétt fyrir ofan ruslflokk. Fitch hefur nú þegar fært lánshæfismatið í ruslflokk. Gylfi sagði við Reuters að mögulegir fjárfestar sem hann ræddi við í New York í vikunni hafi haft áhyggjur af þessu. Hann sagðist sjálfur ekki vera ánægður með þessa stöðu mála.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×