Innlent

Verið að flytja allt fólk úr Þórsmörk

MYND/Egill Aðalsteinsson
Björgunarsveitarmenn vinna nú að því að ferja það fólk sem var í Básum í dag til byggða. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli gengur verkið vel en óljóst er hve margir voru í Þórsmörk í dag. Fólkið er flutt á björgunarsveitarbíl. Öll umferð er bönnuð inn í Þórsmörk og lokað þannig að fólk fari ekki yfir Markarfljót fyrir ofan Fljótsdal.

Þá er öll umferð um Mýrdals- og Eyjafjallajökul bönnuð með öllu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×