Innlent

Spænskar raunveruleikastjörnur flýðu draugagang á Stokkseyri

Karen Kjartansdóttir skrifar
Eins og sést á myndinni var ekki allt með felldu á draugasetrinu.
Eins og sést á myndinni var ekki allt með felldu á draugasetrinu.

Sjónvarpsfólk sem starfar við gerð raunveruleikaþáttar á Spáni lenti heldur en ekki illa í því í draugasetrinu á Stokkseyri fyrir skömmu.

Fólkið kom hingað til lands gagngert til að gista á Draugasetrinu á Stokkseyri yfir nótt. Gistingin var hluti af dagsrá raunveruleikaþáttar sem sýna á á sjónvarpstöðinni KM33 á Spáni en þar takast ofurhugar á við ókunn öfl og erfiðleika.

Fæstum tókst að dvelja inn á safninu lengur en í klukkustund vegna ágangs afla í líki móra og skotta ef marka má lýsingar sjónvarpsfólksins. Má því segja að reimleikar hafi sett strik í reikninginn á Draugasetrinu, eins og Svanfríður Louise Jones, starfsmaður Draugasetursins orðar það.

Þátttakendur raunveruleikaþáttarins fór um nótt inn í svokallaða verbúð sem er inn í draugasetrinu, sem áður var frystihúsið á Stokkseyri, þar sem búið var að búa um þau í notanlegu umhverfi.

Kvikmyndatökumenn og annað tæknifólk hafði hins vegar aðstöðu í hliðarsal. Þátttakendum tókst þó ekki að dvelja nema rúmlega eina klukkustund inni á safninu sjálfu en þá færðu þau sig þá yfir í hliðarsalinn þar sem þau náðu einhverri hvíld undan ágangi handanafla.

Aðeins tveimur að sjö tókst þó að dvelja alla nóttina inn í húsinu. Sagði hópstjóri föruneytisins að strax við komuna til Íslands hefðu þau fengið fylgd að handan þar sem svo margir undarlegir atburðir ráku hvern annan þessa viku sem þau á landinu.

Svanfríður segir að fólkið hafi verið mjög smeykt og er hún ekki í vafa um að þarna hafi verið eitthvað ónáttúrulegt afl á ferð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×