Innlent

Nektardans bannaður á Íslandi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Nektardans hefur verið bannaður á Íslandi en Alþingi samþykkti lög þess eðlis í dag. Alls greiddu 31 þingmaður úr öllum flokkum atkvæði með banninu. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins studdu ekki frumvarpið.

Samkvæmt frumvarpinu er bannað að bjóða upp á nektarsýningar eða gera með öðrum hætti út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.

Það var Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem flutti málið fyrst. En fyrsti flutningsmaður nú er Siv Friðleifsdóttir., þingkona Framsóknarflokksins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar sagði bannið sögulegt.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×