Stjórnarformaður OR furðar sig á yfirlýsingum framkvæmdastjóra SA 16. mars 2010 14:58 Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lýsir furðu sinni á yfirlýsingum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingu um málið segir Guðlaugur að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir 18 milljarða króna fjárfestingum og eru þetta umfangsmestu framkvæmdir eins aðila á þeim samdráttartímum sem nú eru. Þá er ríkissjóður meðtalinn. „Hjá Orkuveitu Reykjavíkur vinna um 650 manns og hundruð til viðbótar hafa vinnu við núverandi framkvæmdir OR. Þetta eru virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði og fráveituframkvæmdir á Vesturlandi og verða þær að meiri hluta fjármagnaðar með lánsfé. Stærsti einstaki fjármögnunaraðili verkefna OR er Evrópski fjárfestingabankinn, sem fjármagnar helming 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar. Var sú fjármögnun líklega fyrsta erlenda fyrirgreiðsla sem barst hingað til lands frá hruni fjármálakerfisins haustið 2008. Það hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert að koma atvinnulífi hér á landi aftur á skrið eftir hrunið. Samtök atvinnulífsins sem og samtök launafólks hafa verið í fararbroddi þeirra sem hvatt hafa til nýrra framkvæmda og eggjað stjórnvöld til athafna. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur þar farið fremstur í flokki og bent á, að fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og bygging álvers í Helguvík séu þar þyngst á metunum og muni leiða til aukins hagvaxtar og minna atvinnuleysis. Orkuveita Reykjavíkur hefur náð miklum árangri á undanförnum misserum í að hagræða og spara í rekstri eins og árshlutauppgjör fyrirtækisins hafa borið með sér. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á síðasta ári að fara í skuldabréfaútboð til þess að fjármagna þær mannaflsfreku framkvæmdir, sem fyrirtækið stendur fyrir. Skuldabréfin eru með bakábyrgð eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. Með skuldabréfaútboðinu var stofnaður flokkur að fjárhæð 10 milljarðar króna og lífeyrissjóðum og öðrum boðin þátttaka í útboðinu. Fjölmargir sjóðir sýndu útboðinu áhuga og þegar eru seld skuldabréf að fjárhæð 5 milljarðar. Með kaupum á skuldabréfunum taka þessir lífeyrissjóðir þátt í endurreisn íslensks atvinnulífs. Það kom verulega á óvart að sá lífeyrissjóður, sem er undir forystu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, skyldi ekki taka þátt í skuldabréfaútboði OR. Með því vinnur hann gegn hagsmunum félaga sinna og þjóðarinnar í heild. Í viðtali við Fréttablaðið ber framkvæmdastjórinn m.a. við arðgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur til eigenda fyrirtækisins og að gjaldskrár hafi ekki verið hækkaðar „þrátt fyrir að öll tilefni séu til þess." Það er yfirlýst stefna stjórnar OR og eigenda fyrirtækisins að halda aftur af verðhækkunum á þeim þrengingatímum sem neytendur og atvinnurekstur á Íslandi búa við. Arðgreiðslur OR til eigenda hafa verið lækkaðar um helming og renna ekki í vasa eins eða neins, eins og almennt er hjá fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins. Arðgreiðslur OR renna til samfélagslegra verkefna á vegum eigendanna og gera sveitarfélögunum kleift að halda aftur af gjaldskrárhækkunum á sinni margþættu þjónustu. OR er fyrirtæki í almannaeigu, hefur samfélagslegri skyldu að gegna og ber þannig að standa vörð um hagsmuni þeirra íbúa sem búa í þeim sveitarfélögum sem eiga fyrirtækið og standa í ábyrgðum fyrir skuldbindingar þess. Orkuveita Reykjavíkur er aðili að Samtökum atvinnulífsins og skýtur það skökku við að framkvæmdastjóri samtakanna, sem jafnframt er stjórnarformaður Gildis, skuli ræða málefni fyrirtækisins með þeim hætti sem hann gerir," segir í yfirlýsingunni. Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lýsir furðu sinni á yfirlýsingum framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA) í Fréttablaðinu í dag. Í yfirlýsingu um málið segir Guðlaugur að fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir yfirstandandi ár gerir ráð fyrir 18 milljarða króna fjárfestingum og eru þetta umfangsmestu framkvæmdir eins aðila á þeim samdráttartímum sem nú eru. Þá er ríkissjóður meðtalinn. „Hjá Orkuveitu Reykjavíkur vinna um 650 manns og hundruð til viðbótar hafa vinnu við núverandi framkvæmdir OR. Þetta eru virkjunarframkvæmdir á Hellisheiði og fráveituframkvæmdir á Vesturlandi og verða þær að meiri hluta fjármagnaðar með lánsfé. Stærsti einstaki fjármögnunaraðili verkefna OR er Evrópski fjárfestingabankinn, sem fjármagnar helming 5. áfanga Hellisheiðarvirkjunar. Var sú fjármögnun líklega fyrsta erlenda fyrirgreiðsla sem barst hingað til lands frá hruni fjármálakerfisins haustið 2008. Það hefur tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert að koma atvinnulífi hér á landi aftur á skrið eftir hrunið. Samtök atvinnulífsins sem og samtök launafólks hafa verið í fararbroddi þeirra sem hvatt hafa til nýrra framkvæmda og eggjað stjórnvöld til athafna. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur þar farið fremstur í flokki og bent á, að fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir og bygging álvers í Helguvík séu þar þyngst á metunum og muni leiða til aukins hagvaxtar og minna atvinnuleysis. Orkuveita Reykjavíkur hefur náð miklum árangri á undanförnum misserum í að hagræða og spara í rekstri eins og árshlutauppgjör fyrirtækisins hafa borið með sér. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti á síðasta ári að fara í skuldabréfaútboð til þess að fjármagna þær mannaflsfreku framkvæmdir, sem fyrirtækið stendur fyrir. Skuldabréfin eru með bakábyrgð eigenda Orkuveitu Reykjavíkur. Með skuldabréfaútboðinu var stofnaður flokkur að fjárhæð 10 milljarðar króna og lífeyrissjóðum og öðrum boðin þátttaka í útboðinu. Fjölmargir sjóðir sýndu útboðinu áhuga og þegar eru seld skuldabréf að fjárhæð 5 milljarðar. Með kaupum á skuldabréfunum taka þessir lífeyrissjóðir þátt í endurreisn íslensks atvinnulífs. Það kom verulega á óvart að sá lífeyrissjóður, sem er undir forystu framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, skyldi ekki taka þátt í skuldabréfaútboði OR. Með því vinnur hann gegn hagsmunum félaga sinna og þjóðarinnar í heild. Í viðtali við Fréttablaðið ber framkvæmdastjórinn m.a. við arðgreiðslum Orkuveitu Reykjavíkur til eigenda fyrirtækisins og að gjaldskrár hafi ekki verið hækkaðar „þrátt fyrir að öll tilefni séu til þess." Það er yfirlýst stefna stjórnar OR og eigenda fyrirtækisins að halda aftur af verðhækkunum á þeim þrengingatímum sem neytendur og atvinnurekstur á Íslandi búa við. Arðgreiðslur OR til eigenda hafa verið lækkaðar um helming og renna ekki í vasa eins eða neins, eins og almennt er hjá fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins. Arðgreiðslur OR renna til samfélagslegra verkefna á vegum eigendanna og gera sveitarfélögunum kleift að halda aftur af gjaldskrárhækkunum á sinni margþættu þjónustu. OR er fyrirtæki í almannaeigu, hefur samfélagslegri skyldu að gegna og ber þannig að standa vörð um hagsmuni þeirra íbúa sem búa í þeim sveitarfélögum sem eiga fyrirtækið og standa í ábyrgðum fyrir skuldbindingar þess. Orkuveita Reykjavíkur er aðili að Samtökum atvinnulífsins og skýtur það skökku við að framkvæmdastjóri samtakanna, sem jafnframt er stjórnarformaður Gildis, skuli ræða málefni fyrirtækisins með þeim hætti sem hann gerir," segir í yfirlýsingunni.
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira