Seðlabankinn notaði 15 milljarða til að styrkja gengi krónunnar 16. mars 2010 13:38 Frá því í desember 2008 hefur Seðlabanki Íslands selt gjaldeyri fyrir 15,1 milljarð kr. til að styðja við gengi krónunnar. Verulega hefur dregið úr gjaldeyrissölu Seðlabankans síðustu mánuði og hefur bankinn ekki átt í viðskiptum á millibankamarkaði frá því í nóvember 2009.Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað við að verja krónuna.Ennfremur segir að endanlegur kostnaður Seðlabanka Íslands við þessi viðskipti muni ráðast af vaxta- og gengisþróun enda aukast innlendar eignir Seðlabanka Íslands við sölu gjaldeyris. Bein kostnaðargreining ríkissjóðs á þessum viðbúnaði sem og öðrum stjórntækjum sem nýtt hafa verið til þess að tryggja aukinn gengisstöðugleika er verulegum vandkvæðum bundin.„Eitt meginmarkmið efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) er að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og draga þar með úr neikvæðum áhrifum verulegrar viðbótar gengislækkunar á efnahag heimila og fyrirtækja," segir í svarinu.„Stjórnvöldum hefur orðið verulega ágengt á þessu sviði undanfarna mánuði. Þrjú megintæki hafa verið nýtt til þess að auka gengisstöðugleika: vextir Seðlabanka Íslands, gjaldeyrishöft og inngrip á gjaldeyrismarkaði. Allir þessir þættir geta haft kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, sem þó er mjög erfitt að meta.Í ljósi kostnaðar við þennan viðbúnað fyrir ríkissjóð og hagkerfið í heild er mikilvægt að efnahagsstefnu stjórnvalda og AGS sé fylgt af einurð svo að endurvinna megi traust á íslenskt efnahagslíf og hægt verði að afnema gjaldeyrishöft, draga úr inngripum á gjaldeyrismarkaði og koma fyrirkomulagi peningamála hér á landi í viðunandi horf á nýjan leik." Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Frá því í desember 2008 hefur Seðlabanki Íslands selt gjaldeyri fyrir 15,1 milljarð kr. til að styðja við gengi krónunnar. Verulega hefur dregið úr gjaldeyrissölu Seðlabankans síðustu mánuði og hefur bankinn ekki átt í viðskiptum á millibankamarkaði frá því í nóvember 2009.Þetta kemur fram í svari Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspurn Sigmundar Ernis Rúnarssonar þingmanns Samfylkingarinnar um kostnað við að verja krónuna.Ennfremur segir að endanlegur kostnaður Seðlabanka Íslands við þessi viðskipti muni ráðast af vaxta- og gengisþróun enda aukast innlendar eignir Seðlabanka Íslands við sölu gjaldeyris. Bein kostnaðargreining ríkissjóðs á þessum viðbúnaði sem og öðrum stjórntækjum sem nýtt hafa verið til þess að tryggja aukinn gengisstöðugleika er verulegum vandkvæðum bundin.„Eitt meginmarkmið efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) er að koma á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og draga þar með úr neikvæðum áhrifum verulegrar viðbótar gengislækkunar á efnahag heimila og fyrirtækja," segir í svarinu.„Stjórnvöldum hefur orðið verulega ágengt á þessu sviði undanfarna mánuði. Þrjú megintæki hafa verið nýtt til þess að auka gengisstöðugleika: vextir Seðlabanka Íslands, gjaldeyrishöft og inngrip á gjaldeyrismarkaði. Allir þessir þættir geta haft kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð, sem þó er mjög erfitt að meta.Í ljósi kostnaðar við þennan viðbúnað fyrir ríkissjóð og hagkerfið í heild er mikilvægt að efnahagsstefnu stjórnvalda og AGS sé fylgt af einurð svo að endurvinna megi traust á íslenskt efnahagslíf og hægt verði að afnema gjaldeyrishöft, draga úr inngripum á gjaldeyrismarkaði og koma fyrirkomulagi peningamála hér á landi í viðunandi horf á nýjan leik."
Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira