Viðskipti innlent

Telja skattsvik í bönkunum nema hundruðum milljarða

Þau Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra telja að skattsvik í gömlu bönkunum þremur, Kaupþingi, Landsbanka og Glitni hafi numið hundruðum milljarða. Þetta kom fram í máli þeirra að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

Rannsókn skattalagabrota í tengslum við bankahrunið var eitt af umræðuefnunum á ríkisstjórnarfundinum. Í umfjöllun í hádegisfréttum RUV um málið kom fram að umfangsmikil skattsvik voru framin í bankakerfinu síðast liðin ár og svo virðist sem þau hafi verið afar útbreidd.

Úttekt nefndar á vegum fjármálaráðuneytisins leiddi í ljós að skattsvikin nema hundruðum milljarða króna. Sett verður á fót 20 manna sveit skattrannsakenda til að taka á vandanum.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra greindi frá niðurstöðum nefndarinnar að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún sagði mikið um óframtalda skattstofna og að svo virtist sem svart skattkerfi hefði þrifist inni í bönkunum.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að farið hafi fram umfangsmikil viðskipti til að mynda með afleiður án þess að grein hafi verið gerð fyrir hagnaðinum. Stjórnvöld ætla að efla rannsóknir á skattalagabrotum vegna þessa.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×