Bankarnir vilja blása lífi í bónuskerfi starfsmanna 15. mars 2010 07:00 Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Þreifingar eru um að taka aftur upp bónuskerfi í Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Slíkt kerfi var við lýði í bönkunum fram að hruni haustið 2008. Bónuskerfi hafa ekki verið tekin upp í bönkunum síðan þá. Gangi allt eftir munu bónuskerfin einskorðast við tvö svið, eignastýringu og fyrirtækjaráðgjöf. „Það er mikilvægt að halda launahvatakerfi innan skynsamlegra marka og að þeir einir fái kaupauka sem eiga hann skilið," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Reglur um árangurstengdar greiðslur eru hluti af viðamiklum breytingum ríkisstjórnarinnar á lögum um fjármálafyrirtæki, sem liggja á borði viðskiptanefndar Alþingis. Í þeim segir meðal annars að jafnvægis eigi að gæta á milli launa- og bónusgreiðslna. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins eru laun hjá bönkunum þremur þau hæstu innan fjármálageirans, ef frá eru skildar skilanefndir bankanna. Meðallaun hjá skilanefndum Kaupþings og Landsbankans hér á landi voru um 450 þúsund krónur á mánuði í fyrra en 1,1 milljón hjá skilanefnd Glitnis. Flestir starfsmenn skilanefnda eru með hagfræði- eða viðskiptafræðimenntun. Miðgildi mánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga nam 581 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt kjarakönnun Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, sem gerð var í fyrrahaust. Þetta var átta prósenta hækkun milli ára. Þá eru heimildir fyrir því að skilanefndir hafi freistað starfsmanna nýju bankanna með allt að þrisvar sinnum hærri launum. Bankarnir hafa verið tregir til að upplýsa um launakjör. Arion banki og Íslandsbanki vísa í að upplýsingarnar muni koma fram í væntanlegum ársreikningi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum eru meðallaunin um 480 þúsund krónur. Ásmundur Stefánsson bankastjóri er með 1,5 milljón króna í laun á mánuði. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru framkvæmdastjórar bankans með um eina milljón króna á mánuði. - jab
Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Viðskipti innlent Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Fleiri fréttir Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira