Íslenska krónan: Er sveigjanleikinn of dýru verði keyptur? Jón Steinsson skrifar 11. mars 2010 06:00 Í þeirri miklu fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu misseri upplifði ekkert ríki hrun sem var neitt í líkingu við það sem við Íslendingar upplifðum. Á ýmsa mælikvarða er hrun bankakerfisins Íslandi árið 2008 langstærsta fjármálakreppa allra tíma hvar sem er í heiminum. Núverandi upplýsingar benta til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998). Þegar hrun af þessari stærðargráðu ríður yfir er nánast óumflýjanlegt að landsframleiðsla dragist saman og atvinnuleysi aukist tímabundið. En ef mið er tekið af hinu gríðarlega umfangi hrunsins er samdráttur landsframleiðslu og aukning atvinnuleysis á Íslandi í raun ótrúlega lítil. Núverandi kreppa hefur valdið dýpri kreppum í öðrum ríkjum sem þó upplifðu vandamál í fjármálakerfinu sem voru aðeins brotabrot af því sem við upplifðum. Það að kreppan á Íslandi hefur ekki verið verri en raun ber vitni á sér fleiri en eina skýringu. Það tókst að halda innlenda greiðslukerfinu gangandi í gegnum allt hrunið. Allir gátu notað greiðslukortin sín innanlands og allir sem héldu vinnunni fengu greidd laun á tilsettum tíma. Ríkisvaldið beitti ríkisfjármálum með öflugum hætti til þess að milda sveifluna. Stöðugleikasáttmáli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins tryggði frið á vinnumarkaði þrátt fyrir mikla kaupmáttarrýrnun. Frysting gengistryggðra lána, frestun nauðungaruppboða og tímabundinn sveigjanleiki gagnvart tæknilega gjaldþrota fyrirtækjum innan bankakerfisins kom í veg fyrir holskeflu gjaldþrota með tilheyrandi öngþveiti. Og skynsöm útfærsla á endurreisn bankanna hefur lagt grunninn að aukinni nýsköpun og endurskipulagningu hagkerfisins. Allt var þetta mikilvægt. En mikilvægast af öllu var líklega sú stefna stjórnvalda að leyfa gengi krónunnar að lækka um ríflega helming á árinu 2008. Sú stefna hefur framkallað „launalækkun án blóðsúthellinga" og þannig snarbreytt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar allt var komið í óefni var sveigjanleikinn sem fylgdi því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil dýrmætur. En hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil - og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni - er dýru verði keyptur. Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himinháir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum. Á árinu 2008 hrundi síðan gengið um helming. En jafnvel þegar hrunið er tekið með í reikninginn var lántökukostnaður í krónum frá 1995 til loka ársins 2008 um 1% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu. Vaxtamunurinn sem við búum við að staðaldri er svo mikill að það þarf að eiga sér stað hrun á stærð við hrunið 2008 á tíu ára fresti til þess að vega það upp. En hvernig fæ ég það út að beint samband sé milli sveigjanleikans sem hjálpar okkur þegar við klúðrum hlutunum og þeirra háu vaxta sem gera okkur erfitt fyrir að staðaldri? Þetta kemur til af því að fjármagnseigendur gera sér grein fyrir því að einmitt þegar kreppir að mun krónan lækka í verði. Þessi hegðun krónunnar - að lækka í verði þegar kreppir að - gerir krónueignir minna aðlaðandi en ella. Eignir sem gefa vel af sér þegar kreppir að eru sérstaklega aðlaðandi fyrir fjárfesta þar sem það er einmitt þegar kreppir að sem fjármagn er mest virði. Það felst í því ákveðin trygging að eiga slíkar eignir og fjárfestar eru tilbúnir til þess að borga hátt verð fyrir þær. Eignir sem á hinn bóginn gefa illa af sér þegar kreppir að eru af sömu ástæðu sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Slíkar eignir magna niðursveifluna fyrir eigendur sína í stað þess að dempa hana. Fjárfestar vilja því fá sérstaklega háa ávöxtun fyrir að eiga slíkar eignir. Eins og fyrr segir veldur sjálfstæð peningamálastjórn okkar Íslendinga því að krónan lækkar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Með öðrum orðum, sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali. Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðun Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Í þeirri miklu fjármálakreppu sem riðið hefur yfir heimsbyggðina síðustu misseri upplifði ekkert ríki hrun sem var neitt í líkingu við það sem við Íslendingar upplifðum. Á ýmsa mælikvarða er hrun bankakerfisins Íslandi árið 2008 langstærsta fjármálakreppa allra tíma hvar sem er í heiminum. Núverandi upplýsingar benta til dæmis til þess að eignarýrnun í bankakerfinu frá því fyrir hrun sé um 4.200 ma.kr. eða um 280% af VLF. Á þennan mælikvarða er hrunið á Íslandi fimm sinnum stærra en næststærsta hrun allra tíma (Indónesía, 1998). Þegar hrun af þessari stærðargráðu ríður yfir er nánast óumflýjanlegt að landsframleiðsla dragist saman og atvinnuleysi aukist tímabundið. En ef mið er tekið af hinu gríðarlega umfangi hrunsins er samdráttur landsframleiðslu og aukning atvinnuleysis á Íslandi í raun ótrúlega lítil. Núverandi kreppa hefur valdið dýpri kreppum í öðrum ríkjum sem þó upplifðu vandamál í fjármálakerfinu sem voru aðeins brotabrot af því sem við upplifðum. Það að kreppan á Íslandi hefur ekki verið verri en raun ber vitni á sér fleiri en eina skýringu. Það tókst að halda innlenda greiðslukerfinu gangandi í gegnum allt hrunið. Allir gátu notað greiðslukortin sín innanlands og allir sem héldu vinnunni fengu greidd laun á tilsettum tíma. Ríkisvaldið beitti ríkisfjármálum með öflugum hætti til þess að milda sveifluna. Stöðugleikasáttmáli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins tryggði frið á vinnumarkaði þrátt fyrir mikla kaupmáttarrýrnun. Frysting gengistryggðra lána, frestun nauðungaruppboða og tímabundinn sveigjanleiki gagnvart tæknilega gjaldþrota fyrirtækjum innan bankakerfisins kom í veg fyrir holskeflu gjaldþrota með tilheyrandi öngþveiti. Og skynsöm útfærsla á endurreisn bankanna hefur lagt grunninn að aukinni nýsköpun og endurskipulagningu hagkerfisins. Allt var þetta mikilvægt. En mikilvægast af öllu var líklega sú stefna stjórnvalda að leyfa gengi krónunnar að lækka um ríflega helming á árinu 2008. Sú stefna hefur framkallað „launalækkun án blóðsúthellinga" og þannig snarbreytt samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Það er engum blöðum um það að fletta að þegar allt var komið í óefni var sveigjanleikinn sem fylgdi því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil dýrmætur. En hádegisverðurinn er aldrei ókeypis. Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil - og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni - er dýru verði keyptur. Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himinháir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum. Á árinu 2008 hrundi síðan gengið um helming. En jafnvel þegar hrunið er tekið með í reikninginn var lántökukostnaður í krónum frá 1995 til loka ársins 2008 um 1% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu. Vaxtamunurinn sem við búum við að staðaldri er svo mikill að það þarf að eiga sér stað hrun á stærð við hrunið 2008 á tíu ára fresti til þess að vega það upp. En hvernig fæ ég það út að beint samband sé milli sveigjanleikans sem hjálpar okkur þegar við klúðrum hlutunum og þeirra háu vaxta sem gera okkur erfitt fyrir að staðaldri? Þetta kemur til af því að fjármagnseigendur gera sér grein fyrir því að einmitt þegar kreppir að mun krónan lækka í verði. Þessi hegðun krónunnar - að lækka í verði þegar kreppir að - gerir krónueignir minna aðlaðandi en ella. Eignir sem gefa vel af sér þegar kreppir að eru sérstaklega aðlaðandi fyrir fjárfesta þar sem það er einmitt þegar kreppir að sem fjármagn er mest virði. Það felst í því ákveðin trygging að eiga slíkar eignir og fjárfestar eru tilbúnir til þess að borga hátt verð fyrir þær. Eignir sem á hinn bóginn gefa illa af sér þegar kreppir að eru af sömu ástæðu sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Slíkar eignir magna niðursveifluna fyrir eigendur sína í stað þess að dempa hana. Fjárfestar vilja því fá sérstaklega háa ávöxtun fyrir að eiga slíkar eignir. Eins og fyrr segir veldur sjálfstæð peningamálastjórn okkar Íslendinga því að krónan lækkar í verði þegar kreppir að. Þetta hjálpar íslenskri framleiðslu þegar allt er í rugli. En þessi hegðun krónunnar gerir það einnig að verkum að krónueignir eru sérstaklega óaðlaðandi fyrir fjárfesta. Með öðrum orðum, sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali. Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár? Margir kvarta sáran yfir okurvöxtum og vísitölutengingu lána á Íslandi. En sömu aðilar eru oft svarnir andstæðingar þess að krónunni sé kastað og annar gjaldmiðill tekinn upp í staðinn. Þessir aðilar vilja borða kökuna og eiga hana. Í rauninni er eini raunhæfi möguleikinn til þess að losna við okurvexti og vísitölutengingu lána að við köstum krónunni. En þá mættum við heldur ekki lengur koma okkur í ógöngur með reglulegu millibili því gengisfelling yrði ekki lengur möguleiki í stöðunni. Höfundur er lektor í hagfræði við Columbia háskóla í New York.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun