Engin ríkisábyrgð? Guðni Th. Johannesson skrifar 10. mars 2010 06:00 Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar