Ísland mun gegna lykilhlutverki á Norðurskautsleiðinni 4. mars 2010 08:09 Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"." Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Íslandsvinurinn og prófessorinn Robert H. Wade segir að Ísland muni gegna lykilhlutverki þegar Norðurskautsleiðin svokallaða opnast fyrir skipaumferð í náinni framtíð. Þetta kemur fram í lesendabréfi prófessorsins sem birt er í Financial Times í dag.Ein af afleiðingum þess að Norðurskautsleiðin opnast er að siglingarleiðin frá Kína til Evrópu mun styttast verulega en sem stendur senda Kínverjar flutningaskip sín annað hvort um Súez- skurðinn eða suður fyrir Afríku.Kínverjar eru nú, samkvæmt Wade, að skipuleggja byggingu risastórra flutningaskipa sem verða sérstyrkt til siglinga í ís til að nýta sér styttri siglingaleiðina. En það þýðir að umskipa þarf farmi þeirra áður en hann fer á markað í Evrópu. „Ein augljós staðsetning er Ísland sem situr á innganginum að, eða útganginum, á hafinu við Norðurskautið," segir Wade í bréfi sinu. „Landið hefur nokkra firði sem hægt er að nota fyrir slíkar hafnir."Wade segir að þetta geti skýrt óvenjulega vinalegt samband Kína við litla Ísland. Hann nefnir sem dæmi að kínverska sendiráðið á Íslandi sé það stærsta af öllum sendiráðum. Þegar forseti Íslands fór í opinbera heimsókn til Kína árið 2007 var tekið á móti honum eins og um þjóðhöfðingja stórveldis væri að ræða.Þá nefnir Wade einnig þá staðreynd að Kína studdi opinberlega við tilraunir Íslands til að fá fulltrúa í Öryggisráð SÞ og aðstoðaði við að ná stuðningi hjá litlum þjóðum í Kyrrahafi og Karabíska hafinu.Rússland hefur svo sinn eigin áhuga á Íslandi. Rússar hafa áhyggjur af því að ESB sé að reyna að ná áhrifum í málefnum Norðurskautsins og gæti notað Ísland sem leið til þess. Rússar líta á Íslendinga sem sameiginlega Norðurskautsþjóð sína og er annt um að Ísland haldi sig utan ESB.„Breskir og hollenskir samningamenn sem þjarma að Íslendingum ættu að hafa í huga vaxandi mikilvægi staðsetningar Íslands nú þegar heimskautsísinn er að bráðna," segir Wade að lokum. „Íslendingar eru langminnugir og sækja sér styrk í máltæki Kissingers „the tyranny of the tiny"."
Mest lesið Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur