Pólitískt líf Steingríms hangir á bláþræði Höskuldur Kári Schram skrifar 4. mars 2010 18:45 Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við. Fáir hafa lagt jafn mikið undir í Icesave málinu eins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Segja má að hann þurft að bera hitann og þungann í málinu allt frá því að fyrsta samkomulagið leit dagsins ljós í sumar. Þá hefur hann ekki einungis þurft að svara gagnrýni stjórnarandstöðu heldur einnig barist við klofning innan eigin flokks. Ögmundur Jónasson, sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna málsins og þá greiddi hann einnig atkvæði gegn Icesave frumvarpinu ásamt Lilju Mósesdóttur. Náist ekki nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og málið síðan fellt þar er það mat heimildarmanna fréttastofu innan stjórnarflokkanna að pólitísk staða Steingríms sé þá orðin afar veik. Hann sitji þá uppi með hálf klofinn flokk og afar veikt umboð til að halda utanum áframhaldandi viðræður í Icesave málinu. Eins og staðan er núna bendir fátt til þess að samkomulag við Breta og Hollendinga sé í sjónmáli. Ekki var fundað formlega í dag og engir fundir hafa verið boðaðir. Enn er deilt um fjármagnskostnað og málið komið í pattstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur hafa forðast að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við ríkisstjórnarsamstarfið. Ef Steingrímur segir hins vegar af sér er líf ríkisstjórnarinnar í verulegri hættu og vaxandi líkur á stjórnarkreppu. Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira
Pólitískt líf Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra, kann að vera á enda fari svo að ekki náist samningar við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu á laugardag. Algjör pattstaða er nú í málinu ytra og engir fundir verið boðaðir. Stjórnarkreppa gæti blasað við. Fáir hafa lagt jafn mikið undir í Icesave málinu eins og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Segja má að hann þurft að bera hitann og þungann í málinu allt frá því að fyrsta samkomulagið leit dagsins ljós í sumar. Þá hefur hann ekki einungis þurft að svara gagnrýni stjórnarandstöðu heldur einnig barist við klofning innan eigin flokks. Ögmundur Jónasson, sagði af sér sem heilbrigðisráðherra vegna málsins og þá greiddi hann einnig atkvæði gegn Icesave frumvarpinu ásamt Lilju Mósesdóttur. Náist ekki nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu og málið síðan fellt þar er það mat heimildarmanna fréttastofu innan stjórnarflokkanna að pólitísk staða Steingríms sé þá orðin afar veik. Hann sitji þá uppi með hálf klofinn flokk og afar veikt umboð til að halda utanum áframhaldandi viðræður í Icesave málinu. Eins og staðan er núna bendir fátt til þess að samkomulag við Breta og Hollendinga sé í sjónmáli. Ekki var fundað formlega í dag og engir fundir hafa verið boðaðir. Enn er deilt um fjármagnskostnað og málið komið í pattstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og Steingrímur hafa forðast að tengja þjóðaratkvæðagreiðsluna við ríkisstjórnarsamstarfið. Ef Steingrímur segir hins vegar af sér er líf ríkisstjórnarinnar í verulegri hættu og vaxandi líkur á stjórnarkreppu.
Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Sjá meira