Innlent

Hætta að dreifa klámi

Mynd/Valgarður Gíslason
Vodafone hefur ákveðið að hætta dreifingu og sölu á öllu erótísku efni í gegnum vefgátt fyrir farsíma. Sömuleiðis verður hætt að bjóða slíkt efni á Leigunni, sem er stafræn leiga á myndefni fyrir sjónvarp.

Fram kemur í tilkynningu frá Vodafone að viðskiptavinir hafi haft samband við fyrirtækið að undanförnu og látið í ljós vanþóknun sína á að Vodafone dreifi erótísku efni. „Vodafone hefur meðtekið þessi skilaboð frá viðskiptavinum og samfélaginu og tekið þá ákvörðun að hætta allri sölu á slíku efni," segir í tilkynningunni.

Þessi ákvörðun Vodafone kemur til framkvæmda í dag.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×