Viðskipti innlent

Halldór vill ekki tjá sig um samskiptin við Sólon

Sigríður Mogensen skrifar
Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans, vill ekki tjá sig um samskipti sín við Sólon Sigurðsson, fyrrverandi bankastjóra Búnaðarbankans á þeim tíma sem Björgólfsfeðgar fengu lán til kaupa á Landsbankanum. Hann segir lánveitingar Búnaðarbankans til Björgólfsfeðga hafa verið á forræði og ábyrgð stjórnenda þess banka.

 

Sólon Sigurðsson,fyrrverandi bankastjóri Búnaðarbankans, sagði í fjölmiðlum í vikunni að Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbankans hafi beitt hann þrýstingi um að lána Björgólfsfeðgum til kaupa á Landsbankanum árið 2003. Lánið er nú inn í Arion banka, og hefur bankinn stefnt Björgólfi Thor Björgólfssyni vegna lánsins, en Björgólfsfeðgar gengust í persónulegar ábyrgðir fyrir því á sínum tíma. Björgólfi Guðmundssyni verður ekki stefnt þar sem hann er gjaldþrota. Skuld vegna lánveitingarinnar stendur nú í tæpum sex milljörðum króna.

 

Fréttastofa náði tali af Halldóri Kristjánssyni, sem vildi ekki tjá sig um samskipti sín og Sólons á sínum tíma. Hann segir að lánveitingar Búnaðarbankans til Björgólfsfeðga vegna kaupa á Landsbankanum hafa verið á forræði og ábyrgð stjórnenda þess banka.

 

Sem forstjóri Landsbankans lánaði Halldór S-hópnum svokallaða til kaupa á Búnaðarbankanum. Halldór segir að það lán hafi verið veitt á eðlilegum viðskiptalegum forsendum til aðila sem hafi haft sterka eiginfjárstöðu. Lánið hafi verið greitt upp að fullu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×