Innlent

Útvarpsstjóri skilar bílnum

Páll Magnússon.
Páll Magnússon. Mynd/GVA

Páll Magnússon, útvarpsstjóri, mun skila bifreið sem Ríkisútvarpið hefur greitt fyrir og hann hefur haft til umráða undanfarin ár. Bifreiðin sem er af gerðinni Audi Q7 hefur verið umdeild og gagnrýndi til að mynda flokksráð Vinstri grænna hlunnindi Páls á fundi sínum um síðustu helgi.

Páll greindi frá ákvörðun sinni á fundi sem lauk fyrir skömmu með starfsmönnum RÚV um breytingar sem verða á starfsemi stofnunarinnar vegna niðurskurðar.

Bifreiðin er hluti af hlunnindum Páls og reiknast inn í heildarlaun hans.

Þá kom fram máli Páls á starfsmannafundinum að hann bíði nú eftir úrskurði kjararáðs um launalækkun forstjóra ríkisfyrirtækja.

Alls fengu 30 fastráðnir starfsmenn Ríkisútvarpsins uppsagnarbréf í gær og í dag.


Tengdar fréttir

Fimmtán sagt upp á fréttastofu RÚV

Fimmtán starfsmönnum á fréttastofu Ríkisútvarpsins var sagt upp gær og í dag en það á meðal eru fréttamenn, tæknimenn og annað starfsfólk. Fyrir uppsagnirnar störfuðu rúmlega 100 starfsmenn á fréttastofunni og því fengu 15% starfsmanna þar uppsagnarbréf.

Blóðugur niðurskurður á RÚV: Elín Hirst meðal þeirra sem var sagt upp

Fréttakonunni Elínu Hirst og dagskrágerðarkonunum Þóru Tómasdóttur, Elsu Maríu Jakobsdóttur og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur, hefur verið sagt upp störfum hjá RÚV. Þeim var tilkynnt um uppsagnirnar í dag en þær verða tilkynntar formlega á morgun samkvæmt heimildum Vísis.

Mörður: Páll segi af sér og skili jeppanum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar vill að Páll Magnússon segi af sér sem útvarpsstjóri. Hann gagnrýnir stjórn stofnunarinnar og tekur upp hanskann fyrir Vinstri græna og ályktun sem samþykkt var flokksráðsfundi flokksins um síðustu helgi þar sem þungum áhyggjum var lýst af stöðu fjölmiðla á Íslandi.

RÚV hafnar aðdróttunum Vinstri grænna

Stjórn Ríkisútvarpsins harmar ályktun flokksráðs Vinstri grænna um síðustu helgi og „hafnar þeim aðdróttunum sem þar er beint að starfsfólki og starfsemi RÚV.“ Stjórnin telur ályktunina meiðandi fyrir starfsfólk Ríkisútvarpsins og lýsa fádæma vanþekkingu flutningsmanna og þeirra sem hana samþykktu.

Útsendingar svæðisstöðva RÚV lagðar niður

Útsendingar svæðisstöðva Ríkisútvarpsins verða lagðar niður á næstunni. Þremur starfsmönnum stofnunarinnar á Austurlandi hefur verið sagt upp og húsnæði RÚV á Egilsstöðum er til sölu. Þetta kemur fram á fréttavefnum Austurgluggi.is



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×