Innlent

Fyrstu niðurstöður hugsanlega í lok vetrar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari á von á niðurstöðum í lok vetrar. Mynd/ Daníel.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari á von á niðurstöðum í lok vetrar. Mynd/ Daníel.
Sérstakur saksóknari á ekki von á því að niðurstöður í þeim málum sem embættið hefur nú til rannsóknar liggi fyrir fyrr en í lok vetrar. Þá verði hægt að taka ákvörðun um það hvort gefnar verði út ákærur eða ekki.

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að það séu nokkur mál lengra komin en önnur. „En þau geta nú hæglega vafið upp á sig þannig að þetta breytist. Það eru ennþá opnar rannsóknir og það geta hæglega komið upp vinklar sem gera það að verkum að það lengist í þessu," segir Ólafur í samtali við Vísi.

Á meðal þeirra mála sem sérstakur saksóknari rannsakar er meint innherjasvik Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, meint markaðsmisnoktun tengd viðskiptum með hlutabréf í Kaupþingi, mál tengd Milestone, eignarhaldsfélagi í eigu Wernersbræðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×