Innlent

Erum enn meðal ríkustu þjóða

Þórólfur Matthías­son segir ekkert nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferðarkerfi í fremstu röð. 
fréttablaðið/Hörður
Þórólfur Matthías­son segir ekkert nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferðarkerfi í fremstu röð. fréttablaðið/Hörður
„Við erum enn meðal ríkustu þjóða í heimi," segir Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.

Hann segir ekki nýtt að því sé haldið fram í kreppum að norræn þjóðfélög hafi ekki efni á að reka velferðarkerfi í fremstu röð, eins og haft var eftir Ragnari Árnasyni, prófessor í hagfræði við HÍ, í Fréttablaðinu í gær.

„Menn hafa verið undarlega uppfinningasamir við að láta þessi kerfi ganga," segir Þórólfur um reynslu Norðurlandanna af því að skera niður sín velferðarkerfi í kreppum.

Hann segist sammála Ragnari um að opinberi geirinn á Íslandi sé orðinn allt of stór. Skera þurfi af honum fitu. Því miður hafi menn heykst að miklu leyti á því verkefni á síðasta ári. Farið hafi verið í flatan niðurskurð opinbera geirans í stað þess að spara í landbúnaðarkerfinu og óþarfa opinberum rekstri eins og því að halda úti 5-6 milljarða króna strandgæsluskipi. „Við eigum að reyna að halda uppi stöðlum á menntasviðinu og heilbrigðissviðinu og gefa því forgang." Takist að halda við vinnuhvatningu í velferðarkerfinu eigi að vera hægt að viðhalda því í gegnum kreppuna. - pg



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×