Viðskipti innlent

Gjaldeyrisforði Seðlabankans stendur í 490 milljörðum

Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands stóð í rúmum 490 milljörðum kr. í desember s.l. Hafði forðinn aukist um rúma 87 milljarða kr. frá nóvember.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Fram kemur að nettóstaðan á gjaldeyrisforðanum, þegar tekið er tillit til lánasafnsins að baki honum, er 363 milljarðar kr. Þetta er aukning upp á 84,5 milljarða kr. milli fyrrgreindra mánaða. Nettóstaðan nam 299,5 milljörðum kr. í nóvember.

Þá kemur fram að grunnfé Seðlabankans hafði aukist um 36,5 milljarða kr. milli þessara mánaða og var komið í rúmlega 121 milljarð kr. í desember.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×