Innlent

Össur fer ekki til Indlands með Ólafi Ragnari

Össur ætlar ekki til Indlands.
Össur ætlar ekki til Indlands.

Össur Skarphéðinsson ætlar ekki að fara með forseta Íslands Ólafi Ragnari Grímssyni til Indlands þar sem forsetinn mun meðal annars taka við Nehru-verðlaununum svokölluðu. Heimsóknin er opinber og til stóð að utanríkisráðherrann færi með forsetanum til fundar við forseta Indlands Pratibha Patil, forsætisráðherrann Manmohan Singh og aðra ráðamenn landsins.

Össur var hinsvegar spurður að því við upphaf þingflokksfundar núna klukkan þrjú hvort hann ætlaði að fara með forsetanum í ferðina sem fyrirhuguð er 14.-18. janúar næstkomandi, var svarið stutt og laggott: „Nei".





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×