Hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna Breki Logason skrifar 26. febrúar 2009 16:06 Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands MYND/Læknablaðið Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna. Hann segir mikinn áhuga vera á íslenskum læknum á norðulöndunum og nú síðast hafi komið fyrirspurnir frá Manitoba í Kanada. Hann segir að heilbrigðisráðherra verði að passa sig á því að tala ekki lækna frá landinu. Danska sendiráðið hafði samband við Læknafélagið fyrir skömmu þar sem félagið var beðið um aðstoð við að koma á sambandi við íslenska lækna. Hann segir Norðmenn hafa auglýst eftir íslenskum læknum í fjölmiðlum og Svíar hafi einnig sýnt áhuga. „Nýjast er síðan erindi sem okkur barst frá Manitoba í Kanada," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi Læknafélagið ekki stuðlað að því að læknar fari úr landi vegna ástandsins en ef læknar hafi leitað til þeirra hafi þeir látið þá hafa upplýsingar. Nú sé staðan hinsvegar önnur. „Við þekkjum dæmi þess að læknar sem eru nýkomnir heim úr sérnámi eru fluttir aftur út. Við höfum bent fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra ásamt forstjóra Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að ef það verði þrengt frekar að kjörum lækna í ósamræmi við aðra þá muni það hjálpa þeim að taka ákvörðun um að fara úr landi, það liggur fyrir," segir Gunnar. Hlaupist undan merkjum Hann segir viðkvæðið sem þeir hafi mætt vera á þá leið að hættan sé nánast engin og það sé samfélagsleg skylda lækna að vera hér á landi. „Núna er það hinsvegar þannig að við erum með staðfest dæmi um að læknum hefur verið sagt upp vegna sparnaðar. Íslenskir ráðamenn hafa sagt að þeir trúi því ekki að íslenskir læknar hlaupist undan merkjum en læknar eru líka fólk og þegar það fer að þrengja að þá verða þeir að hugsa um hag fjölskyldna sinna," segir Gunnar sem er með miklar áhyggjur af ástandinu. Hann bendir á hversu auðvelt það sé fyrir lækna sem lokið hafa sérfræðinámi erlendis að fá vinnu í viðkomandi landi. Hann segir einng að í mörgum stórum sérgreinum hér á landi sé aldurssamsetning lækna þannig að margir eigi ekki eftir nema 10 ár af sinni starfsævi. „Við þurfum að fá fólk heim til þess að fylla þessi skörð og það er ekki að gerast." Gunnar vill þó taka skýrt fram að læknar séu ekki stikkfrí í þeim niðurskurði sem nú ríður yfir þjóðfélagið. „En það eru staðfest dæmi þess að verið er að skerða kjör lækna upp í allt að 20% sem er meira en hjá til dæmis æðstu ráðamönnum þjóðfélagsins." Vandamálið er til staðar Hann segir að nú sé beinlínis verið að ýta læknum úr landinu og bendir á þá miklu umræðu sem farið hefur fram upp á síðkastið varðandi kjör lækna. „Það er alveg hægt að taka einstök tilvik þar sem launin eru há. En obbinn af læknum hefur ekkert annað en það sem bundið er í kjarasamningum og þeir vinna mikla yfirvinnu til þess að hífa upp tekjurnar hjá sér, grunnlaunin eru afar lá. Og við verðum að átta okkur á því að þegar það fækkar enn meira þá geta þeir sem eftir standa ekki bætt við sig endalausri yfirvinnu." Gunnar segir að núverandi heilbrigðisráðherra ætti að passa sig á því að tala ekki lækna út úr landinu, ástandið sé grafalvarlegt og áhyggjur manna séu raunverulegar. „Við getum auðvitað ekkert sagt til um hversu stórt það verður, en vandamálið er svo sannarlega til staðar." Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Gunnar Ármannsson framkvæmdarstjóri Læknafélags Íslands hefur miklar áhyggjur af landflótta íslenskra lækna. Hann segir mikinn áhuga vera á íslenskum læknum á norðulöndunum og nú síðast hafi komið fyrirspurnir frá Manitoba í Kanada. Hann segir að heilbrigðisráðherra verði að passa sig á því að tala ekki lækna frá landinu. Danska sendiráðið hafði samband við Læknafélagið fyrir skömmu þar sem félagið var beðið um aðstoð við að koma á sambandi við íslenska lækna. Hann segir Norðmenn hafa auglýst eftir íslenskum læknum í fjölmiðlum og Svíar hafi einnig sýnt áhuga. „Nýjast er síðan erindi sem okkur barst frá Manitoba í Kanada," segir Gunnar. Hann segir að hingað til hafi Læknafélagið ekki stuðlað að því að læknar fari úr landi vegna ástandsins en ef læknar hafi leitað til þeirra hafi þeir látið þá hafa upplýsingar. Nú sé staðan hinsvegar önnur. „Við þekkjum dæmi þess að læknar sem eru nýkomnir heim úr sérnámi eru fluttir aftur út. Við höfum bent fyrrverandi og núverandi heilbrigðisráðherra ásamt forstjóra Landspítalans og heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu að ef það verði þrengt frekar að kjörum lækna í ósamræmi við aðra þá muni það hjálpa þeim að taka ákvörðun um að fara úr landi, það liggur fyrir," segir Gunnar. Hlaupist undan merkjum Hann segir viðkvæðið sem þeir hafi mætt vera á þá leið að hættan sé nánast engin og það sé samfélagsleg skylda lækna að vera hér á landi. „Núna er það hinsvegar þannig að við erum með staðfest dæmi um að læknum hefur verið sagt upp vegna sparnaðar. Íslenskir ráðamenn hafa sagt að þeir trúi því ekki að íslenskir læknar hlaupist undan merkjum en læknar eru líka fólk og þegar það fer að þrengja að þá verða þeir að hugsa um hag fjölskyldna sinna," segir Gunnar sem er með miklar áhyggjur af ástandinu. Hann bendir á hversu auðvelt það sé fyrir lækna sem lokið hafa sérfræðinámi erlendis að fá vinnu í viðkomandi landi. Hann segir einng að í mörgum stórum sérgreinum hér á landi sé aldurssamsetning lækna þannig að margir eigi ekki eftir nema 10 ár af sinni starfsævi. „Við þurfum að fá fólk heim til þess að fylla þessi skörð og það er ekki að gerast." Gunnar vill þó taka skýrt fram að læknar séu ekki stikkfrí í þeim niðurskurði sem nú ríður yfir þjóðfélagið. „En það eru staðfest dæmi þess að verið er að skerða kjör lækna upp í allt að 20% sem er meira en hjá til dæmis æðstu ráðamönnum þjóðfélagsins." Vandamálið er til staðar Hann segir að nú sé beinlínis verið að ýta læknum úr landinu og bendir á þá miklu umræðu sem farið hefur fram upp á síðkastið varðandi kjör lækna. „Það er alveg hægt að taka einstök tilvik þar sem launin eru há. En obbinn af læknum hefur ekkert annað en það sem bundið er í kjarasamningum og þeir vinna mikla yfirvinnu til þess að hífa upp tekjurnar hjá sér, grunnlaunin eru afar lá. Og við verðum að átta okkur á því að þegar það fækkar enn meira þá geta þeir sem eftir standa ekki bætt við sig endalausri yfirvinnu." Gunnar segir að núverandi heilbrigðisráðherra ætti að passa sig á því að tala ekki lækna út úr landinu, ástandið sé grafalvarlegt og áhyggjur manna séu raunverulegar. „Við getum auðvitað ekkert sagt til um hversu stórt það verður, en vandamálið er svo sannarlega til staðar."
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira