Sverrir: Klúðurslegt og viðvaningslegt Júróvision 10. janúar 2009 18:05 „Ekkert óheyrilega leiðinlegt bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi," segir Sverrir Stormsker. Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Júróvision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of kúl fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag." „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma." „Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." „Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita „Dagur rýr." „Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi." 3. Is it true (2 stjörnur) Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. „Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna „litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi. 4. Hugur minn fylgir þér (engin stjarna) Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð. „Ég ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta „lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrykkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu." „Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meira að segja hrista hausinn." „Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under," segir Sverrir að lokum.Hlusta hérna: Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Vísir hafði samband við Júróvisionfarann Sverri Stormsker og bað hann hlusta á lögin sem keppa í undanúrslitum Júróvision í kvöld og fræða lesendur Vísis hvað honum finnst. Sverrir tók vel í það, gagnrýndi lögin og gaf þeim stjörnur. Lögin má heyra hérna: 1. The kiss we never kissed (4 stjörnur af 5 mögulegum) Lag: Heimir Sindrason. Texti: Ari Harðarson. Flytjandi: Edgar Smári. „Heimir Sindrason er góður lagasmiður. Hver kannast til dæmis ekki við Hótel Jörð sem hann samdi við ljóð Tómasar. Þetta nýja lag lans The kiss we never kissed er vel samin ballaða. Fastmótuð melódía. Engin rembingur og tilgerð. Bara einfalt og fallegt, sem er alveg meir en nóg til að halda uppi einu lagi. Útsetningin er af gamla skólanum, látlaus og laus við alla stæla og eitthvað sem á að virka gasalega nútímalegt og „töff." Gríðarlegir „töffarar" sem eru of kúl fyrir „væmni" ættu ekki að hlusta á þetta lag." „Ég veit akkúrat engin deili á söngvaranum, Edgari Smára, en hann kemst verulega vel frá þessu. Þarna er greinilega á ferðinni mjög góður söngvari með orginal rödd og sérstaka raddbeitingu og karakter í röddinni sem mér finnst mjög áríðandi. Ekkert varið í að hlusta á góða söngvara ef karakterinn vantar. Edgar virkar soldið einsog 14 ára strákpatti í þessu lagi og það gefur þessu ákveðinn sjarma." „Kannski á þetta lag frekar heima í teiknimyndasöngleik einsog til dæmis Lion King en í Júróinu. Veit það ekki. En við eigum ekki að hugsa um það, heldur að velja einfaldlega gott lag og það er einmitt það sem þetta lag er," segir Sverrir. 2. Dagur nýr (ein stjarna) Lag: Halldór Guðjónsson. Texti: Íris Kristinsdóttir. Flytjandi: Heiða Ólafs. „Melódían í A-kaflanum er reikul og flöktandi og það er stólað á að hinn klassíski spánski fjórhljómagangur haldi henni á flöti, en hún sekkur, því miður. Er ekki nógu afgerandi. Viðlagið er dæmigert Sálarpopp (til dæmis Eltu mig uppi) sem maður hefur heyrt all oft áður, svona einsog 100 þúsund sinnum en samt ekkert óheyrilega leiðinlegt, bara svona frekar sjálfsmorðshvetjandi. Halldór húsasmiður hefur samið mun betri lög en þetta." „Þetta er alltsaman voðalega vel spilað en það er bara ekki nóg því Halldór hefur gleymt að byggja grunninn, kjallarann og 1. hæðina. Það er ris í laginu en það er allt og sumt. Það er ekki hægt að búa í undirstöðulausu risi. Þetta lag hefði átt að heita „Dagur rýr." „Heiða er ein af okkur allra bestu söngkonun. Getur látið billegustu lög virka flott, getur blásið lífi í dauðvona sjúkling en þarna hefði hún bara átt að kippa öndunarvélinni úr sambandi." 3. Is it true (2 stjörnur) Lag og texti: Óskar Páll Sveinsson. Flytjandi: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. „Óskar Páll Sveinsson er fagmaður, allavega sem upptökumaður. Hef ekki heyrt mörg lög eftir hann. Þetta lag virkar frekar cheap við fyrstu hlustun en vinnur svo á, sem þýðir að þetta er ekki slæmt lag en kannski aðeins of venjulegt og lítt afgerandi. Það er hvorki til hægri né vinstri. Þetta er svona framsóknarmiðjumoð. Gæti eflaust slegið í gegn með Jessicu Simpson eða einhverri svoleiðis meikdollu en er ekki nógu sterkt til að standa undir sjálfu sér. Jóhanna „litla" Guðrún gerir þessu góð skil en heildarpakkinn er soldið einsog hænsni: lyftist frá jörðu en nær aldrei flugi. 4. Hugur minn fylgir þér (engin stjarna) Lag og texti: Valgeir Skagfjörð. Flytjandi: Ólöf Jara Skagfjörð. „Ég ætla að vona að höfundurinn Valgeir Skagfjörð taki þessu ekki persónulega en þetta „lag" er einfaldlega hryllilega lélegt og asnalegt í alla staði. Það er ekki með nokkru móti hægt að skilja hvernig þetta komst inn nema ef söngkonan góða og eiginkona Valgeirs, Guðrún Gunnars, skyldi hafa verið í dómnefndinni. Melódían er kubbsleg og reglustikuð, einsog hún hafi verið sett saman í einhverju tónlistarforriti fyrir þroskahefta. Taktskiptingarnar eru svo klúðurslegar, skrykkjóttar og viðvaningslegar að það er ekki nema fyrir verulega hélaðan spassa að hreyfa sig eftir þessu." „Það er í raun ekki fyrir hvítan mann að skilja þetta sull og ennþá síður svartan, rauðan nú eða gulan. Grænar geimverur myndu meira að segja hrista hausinn." „Ólöf Jara Skagfjörð er góð söngkona einsog mamman og reynir að bjarga því sem bjargað verður en það er einsog að setja sérríber á ruslahaug. Vonlaust mál. Dæmið er six feet under," segir Sverrir að lokum.Hlusta hérna:
Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Julian McMahon látinn Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira