Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 19. september 2009 18:40 Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins. Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Sjá meira
Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins.
Mest lesið Fótboltastelpan sem fór í verkfræði: „Höfum eiginlega verið saman að eilífu“ Atvinnulíf Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Viðskipti innlent Þrjú ráðin til Landsbyggðar Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Gunnar Ágúst til Dineout Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Sjá meira