Gríðarlegar afskriftir skulda eignarhaldsfélaga Lóa Pind Aldísardóttir. skrifar 19. september 2009 18:40 Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins. Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira
Mánuði fyrir hrun höfðu bankarnir lánað eignarhaldsfélögum upp undir þrisvar sinnum meira en þeir höfðu lánað fólki í landinu í húsnæðislán. Allt er á huldu með veð og tryggingar fyrir lánum félaganna en á síðustu vikum hafa borist fregnir af afskriftum skulda þeirra upp á nærri 85 milljarða króna. Fyrirbærið eignarhaldsfélag var þjóðinni ekki tamt á tungu í árdaga góðærisins en nú er vart á fréttatíma hlustandi öðruvísi en að slík félög séu títtnefnd og gjarnan vegna hugsanlegra afskrifta á skuldum þeirra. Síðast í gær varð eignarhaldsfélagið Milestone gjaldþrota og líklegt talið að afskrifa þurfi minnst 75 af 80 milljarða króna skuldum félagsins, þar af munu Glitnir og tengdir aðilar eiga hátt í 40 milljarða. Fyrir tíu dögum bárust fregnir af því að Glitnir þyrfti að afskrifa um 800 milljóna króna skuld eignarhaldsfélags í eigu Bjarna Ármannssonar. Eignarhaldsfélagið Langflug sem Finnur Ingólfsson fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins átti meirihluta í er komið í þrot og þar lenda uppundir 14 milljarðar króna á Íslandsbanka og Landsbanka. Enn einn leikarinn á sviði góðærisins var eignarhaldsfélagið Fons - sem Pálmi Haraldsson átti - óvíst er að einhverjar eignir fáist upp í kröfur þar, en þar á Glitnir kröfu upp á 24 milljarða, Landsbankinn fjóra og Kaupþing 2 milljarða. Og svo mætti lengi telja - en þarna tíndum við til helstu afskriftir bankanna vegna lána til eignarhaldsfélaga sem ratað hafa í fréttir síðastliðinn mánuð. Og samanlagt eru þetta 84,8 milljarðar króna sem bankarnir eru eða talið er víst að þeir þurfi að afskrifa. Það er því vart líklegt til að gleðja nokkurn mann að rýna í tölur Seðlabankans um lán bankanna til eignarhaldsfélaga. Allt til ársins 2005 voru þau svo léttvæg að ekki þótti ástæða til að tilgreina þau sérstaklega. Í apríl 2005 fer Seðlabankinn að skrá þau undir sérlið og þann mánuð voru útistandandi lán bankanna til eignarhaldsfélaga 280 milljarðar króna. Tveimur árum síðar höfðu þau þrefaldast og voru orðin tæplega 850 milljarðar. Einu og hálfu ári síðar, mánuði fyrir bankahrun, voru lán bankanna til eignarhaldsfélaga nærri 1703 milljarðar króna. Það er uppundir þrisvar sinnum meira en bankarnir höfðu lánað landsmönnum til íbúðakaupa með veði í húsnæði. Engar upplýsingar eru fáanlegar hjá Seðlabankanum um hversu mörg eignarhaldsfélög þetta eru - né heldur eru tiltækar upplýsingar um hvaða veð liggja að baki þessum sautján hundruð þúsund milljónum króna sem félögin skulduðu bönkunum fyrir hrun. Fregnir af afskriftum síðustu vikna upp á nærri 85 milljarða króna vekja þó ekki glæstar vonir um árangursríka innheimtu skuldanna hjá eignarhaldsfélögum góðærisins.
Mest lesið Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Sjá meira