Góðærisbörnin vansælli og veikari 8. desember 2009 19:30 Úr myndasafni. Mynd/Stefán Karlsson Góðærið keyrði fjármál landsins í klessu en það var ekki það eina slæma því heilsu íslenskra barna hrakaði mjög á sama tíma. Tannskemmdir jukust, offita varð algengari, sýklalyf voru ofnotuð og geðheilsa þeirra versnaði. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir hafa komið fram í nýlegum rannsóknum. Tímaskortur foreldra virðist orsök margra algengustu heilsufarsvandamála sem hrjá íslensk börn. Þessa ályktun dró Vilhjálmur Ari, læknir eftir að hafa setið fræðadaga heilsugæslunnar sem haldnir voru fyrir skemmstu. Nýjar rannsóknir sem þar voru kynntar dragi upp sorglega mynd af heilsu barna hér á landi. Þau fæðist heilbrigð og hér sé barnadauði með því allra minnsta sem gerist í heiminum en það sem tekur við er ekki jafn gleðilegt. „Við sáum það á þessum dögum að þá var erindi meðal annars um lélega tannheilsu barna, lélegri tannheilsu en á hinum Norðurlöndunum, offituvandamál meiri geðraskanir, þetta var allt á góðæristímanum," segir Vilhjálmur Ari. Sjálfur hefur Vilhjálmur Ari rannsakað notkun sýklalyfja hér á landi sem er með því mesta sem gerist. Þetta sé tilkomið vegna kröfu um að foreldrar sinni vinnu frekar en að vera heima yfir veiku barni. Það hafi hins vegar í för með sér að það dregur úr virkni lyfjanna en auki líkur á því að börn beri með sér bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Vilhjálmur bindur vonir við að hægt verði að líta um öxl og hætta að leysa vandamál með skyndilausnum sem tíðkuðust í þenslunni eða í svokölluðu góðæri. „Ég hugsa að flestir sjái það að við höfum lifað hratt og ekki alltaf mátt vera að því að sinna börnum og gefið okkur tíma til að vera heima með þeim þegar þau eru veik. Ég held að það þurfi að líta á veikindarétt foreldra hvernig hann er samanborið við önnur Norðurlönd. Og ég held það sé kominn tími til að við borgum eitthvað til barnanna okkar vegna þess að það eru ýmsir þættir sem benda til þess að heilsufarsþættir barna sé verri hér en annars staðar," segir Vilhjálmur Ari. Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Góðærið keyrði fjármál landsins í klessu en það var ekki það eina slæma því heilsu íslenskra barna hrakaði mjög á sama tíma. Tannskemmdir jukust, offita varð algengari, sýklalyf voru ofnotuð og geðheilsa þeirra versnaði. Þetta segir Vilhjálmur Ari Arason, læknir hafa komið fram í nýlegum rannsóknum. Tímaskortur foreldra virðist orsök margra algengustu heilsufarsvandamála sem hrjá íslensk börn. Þessa ályktun dró Vilhjálmur Ari, læknir eftir að hafa setið fræðadaga heilsugæslunnar sem haldnir voru fyrir skemmstu. Nýjar rannsóknir sem þar voru kynntar dragi upp sorglega mynd af heilsu barna hér á landi. Þau fæðist heilbrigð og hér sé barnadauði með því allra minnsta sem gerist í heiminum en það sem tekur við er ekki jafn gleðilegt. „Við sáum það á þessum dögum að þá var erindi meðal annars um lélega tannheilsu barna, lélegri tannheilsu en á hinum Norðurlöndunum, offituvandamál meiri geðraskanir, þetta var allt á góðæristímanum," segir Vilhjálmur Ari. Sjálfur hefur Vilhjálmur Ari rannsakað notkun sýklalyfja hér á landi sem er með því mesta sem gerist. Þetta sé tilkomið vegna kröfu um að foreldrar sinni vinnu frekar en að vera heima yfir veiku barni. Það hafi hins vegar í för með sér að það dregur úr virkni lyfjanna en auki líkur á því að börn beri með sér bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum. Vilhjálmur bindur vonir við að hægt verði að líta um öxl og hætta að leysa vandamál með skyndilausnum sem tíðkuðust í þenslunni eða í svokölluðu góðæri. „Ég hugsa að flestir sjái það að við höfum lifað hratt og ekki alltaf mátt vera að því að sinna börnum og gefið okkur tíma til að vera heima með þeim þegar þau eru veik. Ég held að það þurfi að líta á veikindarétt foreldra hvernig hann er samanborið við önnur Norðurlönd. Og ég held það sé kominn tími til að við borgum eitthvað til barnanna okkar vegna þess að það eru ýmsir þættir sem benda til þess að heilsufarsþættir barna sé verri hér en annars staðar," segir Vilhjálmur Ari.
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira