Minnst sjö þingmenn draga sig í hlé 8. febrúar 2009 18:58 Sjö af sitjandi þingmönnum hyggjast draga sig í hlé kosningunum í vor. Fleiri gætu bæst í hóp þeirra á næstunni. Landsmenn ganga að öllum líkindum að kjörborðinu 25. apríl næstkomandi til að kjósa til Alþingis. Krafan um að endurnýjun verði á meðal þingmanna hefur verið hávær og nokkur ný framboð eru í burðarliðnum. Einnig er nokkuð óljóst enn hvort að menn sem standa utan flokka geti boðið sig fram í kosningunum. Á meðal verkefna sem ríkisstjórnin ætlar að ganga í fyrir kosningar er að breyta kosningalögunum þannig að opnaðir verði möguleikar á persónukjöri í kosningum til Alþingis. Fréttastofa gerði úttekt á því hvaða sitjandi þingmenn hafa hug á að sækjast eftir endurkjöri. Sjö þingmenn eru þegar ákveðnir í að bjóða sig ekki aftur fram. Þetta eru þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Bjarnason, Ellert B. Schram, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Magnús Stefánsson og Sturla Böðvarsson. Alls svöruðu fimmtíu og fimm af sextíu og þremur þingmönnum fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hyggðust sækjast eftir endurkjöri. Af þeim sem svöruðu sögðust þrjátíu og sex hafa hug á því. Þeirra á meðal eru fimm núverandi ráðherrrar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Og einnig fyrrverandi ráðherrarnir Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Tólf þingmenn voru enn óákveðnir, töldu ótímabært að svara eða vildu ekki gefa það upp. Þeirra á meðal þingmennirnir Pétur Blöndal og Kolbrún Halldórsdóttir. Ekki bárust svör frá átta þingmönnum, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira
Sjö af sitjandi þingmönnum hyggjast draga sig í hlé kosningunum í vor. Fleiri gætu bæst í hóp þeirra á næstunni. Landsmenn ganga að öllum líkindum að kjörborðinu 25. apríl næstkomandi til að kjósa til Alþingis. Krafan um að endurnýjun verði á meðal þingmanna hefur verið hávær og nokkur ný framboð eru í burðarliðnum. Einnig er nokkuð óljóst enn hvort að menn sem standa utan flokka geti boðið sig fram í kosningunum. Á meðal verkefna sem ríkisstjórnin ætlar að ganga í fyrir kosningar er að breyta kosningalögunum þannig að opnaðir verði möguleikar á persónukjöri í kosningum til Alþingis. Fréttastofa gerði úttekt á því hvaða sitjandi þingmenn hafa hug á að sækjast eftir endurkjöri. Sjö þingmenn eru þegar ákveðnir í að bjóða sig ekki aftur fram. Þetta eru þau Ágúst Ólafur Ágústsson, Björn Bjarnason, Ellert B. Schram, Geir H. Haarde, Herdís Þórðardóttir, Magnús Stefánsson og Sturla Böðvarsson. Alls svöruðu fimmtíu og fimm af sextíu og þremur þingmönnum fyrirspurn fréttastofu um hvort þeir hyggðust sækjast eftir endurkjöri. Af þeim sem svöruðu sögðust þrjátíu og sex hafa hug á því. Þeirra á meðal eru fimm núverandi ráðherrrar, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristján L. Möller, Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Og einnig fyrrverandi ráðherrarnir Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Einar K. Guðfinnsson, Guðlaugur Þór Þórðarson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Tólf þingmenn voru enn óákveðnir, töldu ótímabært að svara eða vildu ekki gefa það upp. Þeirra á meðal þingmennirnir Pétur Blöndal og Kolbrún Halldórsdóttir. Ekki bárust svör frá átta þingmönnum, þar á meðal Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össuri Skarphéðinssyni.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Sólveig Anna hjólar í „woke“ sjálfstæðismenn í borginni Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Sjá meira