Heim frá Asíu á mótorhjóli 17. júlí 2009 04:00 Viðgerð í Mongólíu Hjól Viggós þurfti aðhlynningu eftir byltu á sléttum Mongólíu.MYndir/Ingólfur Kolbeinsson og Viggó Már Jense „Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Sjá meira
„Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Innlent Fleiri fréttir Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Sjá meira