Heim frá Asíu á mótorhjóli 17. júlí 2009 04:00 Viðgerð í Mongólíu Hjól Viggós þurfti aðhlynningu eftir byltu á sléttum Mongólíu.MYndir/Ingólfur Kolbeinsson og Viggó Már Jense „Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
„Þetta er algjör lúxus. Í fyrsta skipti í meira en þrjá mánuði þurfum við ekki að sofa í sama herbergi,“ segir Ingólfur Kolbeinsson sem ásamt Viggó Má Jensen er nú í Frakklandi og á endaspretti mótorhjólaferðar frá Taílandi til Íslands. Við upphaf ferðar Langferðin hófst í Bangkok í Taílandi í byrjun apríl. Ingólfur, sem verið hefur á Nýja-Sjálandi við nám í vélaverkfræði síðustu þrjú árin, kveðst hafa viljað nota tækifærið fyrst hann var kominn hálfa leið yfir hnöttinn og nota heimferðina til að sjá staði sem hann þekkti lítt til áður. Úr varð ferð á mótorhjólum frá Taílandi til Reykjavíkur. Hann fékk æskuvin sinn Viggó með í för og lögðu þeir í hann í byrjun apríl. Á leiðinni hafa þeir safnað áheitum fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Með skólabörnum Ingólfur með fulltrúum ungu kynslóðarinnar í Laos. „Þetta hefur í stórum dráttum gengið vel fyrir utan að við fengum ekki að fara um Kína og lentum í vandræðum með vegabréfsáritun til Rússlands,“ segir Ingólfur. „Stundum áttum við í basli við að komast í samband við umheiminn, meðal annars vegna þess að við týndum tvisvar farsímum og þá var fólkið heima stundum smeykt um okkur,“ segir Ingólfur. Áfram veginn Aurbleytan í Mongólíu tafði för ferðalanganna.. Stóran hluta leiðarinnar gistu félagarnir í tjaldi en annars staðar gátu þeir keypt gistingu. Af allri ferðinni segir Ingólfur Mongólíu hafa komið mest á óvart. fjarri heimahögum Viggó býður upp á kartöflusúpu í víðáttu Mongólíu. „Mongólía var hápunkturinn. Hirðingjarnir þar eru sjálfbærustu menn sem ég hef séð á minni lífsleið. Þeir búa til allan sinn mat án þess að nota traktora, áburð eða annað sem vestrænir bændur nota. Þeir eru þó farnir að nýta sér tæknina og eru með sjónvörp, GSM-síma og gervihnattadisk og þetta knýja þeir með sólarraflöðum. Þetta fólk var mjög skemmtilegt og sátt við sitt hlutskipti,“ segir Ingólfur Kolbeinsson. gar@frettabladid.is
Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira