Innlent

Nefndur sem næsti ritstjóri Moggans

Davíð Oddsson er meðal þeirra sem er orðaður við ritstjórastól Morgunblaðsins, en gengið var frá starfslokum Ólafs Stephensens í dag.

Aðrir sem nefndir eru til sögunnar sem eftirmenn Ólafs eru Óskar Magnússon, útgefandi blaðsins, ritstjórnarnir fyrrverandi Þorsteinn Pálsson og Óli Björn Kárason, Björn Bjarnason, Páll Magnússon útvarpsstjóri og Ásdís Halla Bragadóttir, sem situr í stjórn útgáfufélags blaðsins.

Reksturinn hefur verið þungur þótt milljarðaskuldir hafi verið afskrifaðar þegar nýir eigendur tóku við og hafa frekari skipulagsbreytingar verið boðaðar. Heimildir fréttastofu herma að tap blaðsins eftir eigendaskipti í mars nemi tæplega hálfum milljarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×