Innlent

Moggaviðtal við Bjarna aldrei birt

Mynd/Anton Brink
Viðtal sem tekið var við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, og stóð til að birta í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í haust birtist aldrei þar sem Bjarni var ósáttur með efnistök blaðamannsins sem tók viðtalið.

„Eins og gerist stundum var Bjarni ekki sáttur með viðtalið þannig að það birtist ekki. Hann var ósáttur með áherslurnar sem ég lagði upp með," segir Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, sem tók umrætt viðtal við flokksformanninn.

Kolbrún segir að Bjarni hafi greint sér frá því hvað hann væri ósáttur með. Hún ætli þó ekki að tjá sig um það.

Kolbrún segir að það sé óalgengt að viðmælendur í viðtölum eins og þessum vilji ekki að viðtölin birtist. Það komi þó stundum fyrr. „Við fórum yfir málið í vinsemd og hvorugt okkar var með einhver læti og þetta var niðurstaðan. Svona hlutir gerast og það er enginn kali af minni hálfu."


Tengdar fréttir

Bjarni hafnar fullyrðingum Hreins

„Ég hef aldrei farið fram á að Hreinn Loftsson stöðvaði fréttaflutning DV," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttavefur DV greindi frá því í dag að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi óskað eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um tengsl hans við fjárfestinga Makaó.

Kvartaði undan umfjöllun við útgefanda DV

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði eftir því við Hrein Loftsson útgefanda DV að blaðið hætti umfjöllun um hans mál. Ástæðan sé sú að fréttaflutningurinn hafi leitt til þess að anarkistar sætu um hús hans og vildu valda honum tjóni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×