Stoppa í 63 milljarða gat 25. september 2009 06:00 Vinna við fjárlög er nú á lokastigum, en samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra frá því í sumar er ætlunin að draga saman í útgjöldum um 35 milljarða og auka tekjur ríkissjóðs um 28 milljarða. Það þýðir umtalsverðar skattahækkanir.fréttablaðið/valli Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent Fleiri fréttir Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Sjá meira