Stoppa í 63 milljarða gat 25. september 2009 06:00 Vinna við fjárlög er nú á lokastigum, en samkvæmt skýrslu fjármálaráðherra frá því í sumar er ætlunin að draga saman í útgjöldum um 35 milljarða og auka tekjur ríkissjóðs um 28 milljarða. Það þýðir umtalsverðar skattahækkanir.fréttablaðið/valli Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. Þótt nánari útfærsla sé enn á huldu um hvaða skattar verði hækkaðir um hve mikið og hve mikið verður nákvæmlega skorið niður og hvar, gefur skýrslan hugmynd um hvernig fjárlagafrumvarpið mun líta út. Þar er að finna ýmsar tillögur um skattahækkanir og útfærslu á hve mikið sparast við þær. Samkvæmt skýrslunni á að auka aðhald sem nemur 179 milljörðum króna til ársins 2013. Stærsta höggið kemur á næsta ári, umræddir 63 milljarðar. Áform um einstakar skattahækkanir eru enn ekki ljós, en af skýrslunni er ljóst að tekjuskattar verða hækkaðir. Að meðtöldu útsvari eru þeir stærsti tekjustofn opinberra aðila og hefur hlutur þeirra í tekjum ríkissjóðs vaxið og var á árinu 38,5 prósent. Árin 2005 til 2007 var hlutur beinna skatta til ríkisins um fjórtán prósent af vergri landsframleiðslu, en var komið niður í tólf prósent árið 2009. Hækkun tekjuskatts um hvert prósent af vergri landsframleiðslu skilar fjórtán milljarða aukatekjum í ríkissjóð. Það skilar þrjátíu milljörðum króna að færa hlutfall tekjuskatts í sama horf gagnvart vergri landsframleiðslu og það var á árunum 2005 til 2007. Tekjur ríkisins af áfengisgjaldi námu átta milljörðum árið 2008 og í skýrslu fjármálaráðherra er lögð til tíu prósenta hækkun á því 1. janúar 2010 og 1. janúar 2011. Þá er lögð til hækkun tóbaksgjalds um þrjátíu til fjörutíu prósent í tveimur áföngum, 2009 og 2010, en það skilaði 3,9 milljörðum í ríkissjóð 2008. Hluti þessara hækkana hefur þegar komið fram og óvíst er hvort farið verður eftir tillögunum. Stóra myndin liggur því nokkuð ljós fyrir. Á töflunum hér til hliðar má sjá hvernig sparað verður í útgjöldum ríkissjóðs á næsta ári. Skattahækkanir munu skila um 28 milljörðum króna; spurningin er aðeins hvaða skattar verða hækkaðir. kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira