Fordæmi fyrir að útlendingur sé settur í embætti Valur Grettisson skrifar 3. mars 2009 12:46 Þorsteinn Pálsson, þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra, setti Carlos Ferrer tímabundið sem sóknarprest út á landi. Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú. Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, Þorsteinn Pálsson, setti erlendan ríkisborgara sem embættismann árið 1994. Það var presturinn Carlos A. Ferrer sem gegndi embætti sóknarprests á Fáskrúðsfirði í fjóra mánuði á meðan hann var enn erlendur ríkisborgari. Að hans sögn var það þáverandi biskup sem leitaði til dóms- og kirkjumálaráðuneytis til þess að kanna hvort það væri mögulegt að skipa Carlos sem sóknarprest. Niðurstaðan varð sú að Carlos var settur prestur í fjóra mánuði, það var frá september fram í lok desember 1994. „Það voru einhver áhöld um það þegar ég væri settur og þá yfir höfuð hvort ég væri kjörgengur," rifjar Carlos upp en hann starfar nú sem grunnskólakennari. Hann segir að biskup hafi leitað fyrir hans hönd til ráðuneytisins. „Þetta var allavega túlkun dóms- og kirkjumálaráðherra að tímabundin setning væri í lagi," segir Carlos um málið en hann hlaut ríkisborgararétt árið 1995. Uppi hafa verið miklar deilur um Svein Harald Öygard, nýjan Seðlabankastjóra, en hann er norskur. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gagnrýnt setningu Sveins og heldur því fram að hugsanlega sé að um ólöglegan gjörning að ræða út frá stjórnarskrá Íslands. Þar segir að embættismenn sem þjóni hér á landi verði að vera íslenskir ríkisborgarar. Þá hefur Sigurður Líndal, lagaprófessor, einnig sett spurningamerki við tímabundna setningu Sveins. Ekki er ljóst hvort dæmi Carlosar sé fordæmisgefandi eða hvort þáverandi dóms- og kirkjumálaráðherra hafi einnig brotið lög líkt og sjálfstæðismenn saka forsætisráðherra um nú.
Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira