Viðskipti innlent

Ríki og sveitarfélög undirrita vegvísi að hagstjórn

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga undirrituðu í gær vegvísi að gerð hagstjórnarsamnings. Tilgangur hans er að tryggja samráð ríkis og sveitarfélaga á sviði opinberra fjármála.

Í tilkynninug segir að Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Karl Björnsson, framkvæmdastjóri þess undirrituðu vegvísinn við lok fyrri dags fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Ráðstefnunni lýkur í dag.

Í vegvísinum er tekið fram í upphafi að aðilar séu sammála um að líta þurfi á fjármál opinberra aðila sem eina heild og nauðsynlegt sé að þeir sem ábyrgir séu fyrir þeim hafi með sér samráð og samstarf. Taldir eru upp nokkrir þættir sem litið verður á sem leiðarljós í þessu samstarfi.

Meðal þeirra er að eiga samstarf um að áætlanir um tekjur og útgjöld ríkis og sveitarfélaga taki mið af markmiðum um þjóðhagslegan stöðugleika, að leita sameiginlegra leiða til að tryggja að afkoma ríkis og sveitarfélaga verði í samræmi við þau markmið um jöfnuð í fjármálum hins opinbera.

Leitað verði leiða sem tryggi að öll lagafrumvörp og reglugerðir sem geta haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs og/eða sveitarsjóða verði kostnaðarmetin áður en kynning fer fram í ríkisstjórn og frumvarp er lagt fram á Alþingi eða reglugerð birt í Stjórnartíðindum.

Til að ná markmiðunum stefna aðilar að gerð hagstjórnarsamnings til eins árs í senn. Í honum verði meðal annars skilgreindar aðgerðir í þágu samræmdrar opinberrar hagstjórnar. Jónsmessunefnd og samráðsnefnd um efnahagsmál skulu vinna að undirbúningi hagstjórnarsamningsins ár hvert.

Til að hleypa verkefninu af stað samþykkja þessir þrír aðilar að ráða sérfræðing til verkefnisins í þrjá til fjóra mánuði og skiptist kostnaðurinn jafnt á milli þeirra















Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×