Innlent

Dæmdar miskabætur fyrir ólögmæta handtöku

Frá Borgarnesi. MYND/Vilhelm
Frá Borgarnesi. MYND/Vilhelm

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Íslenska ríkið til þess að greiða ungum manni miskabætur vegna ólömætrar frelsissviptingar. Maðurinn krafðist 150 þúsunda í í bætur en dómstóllinn komst að því að hæfileg greiðsla væri 70 þúsund. Forsaga málsins er sú að lögreglan í Borgarnesi stöðvaði manninn þar sem hann var staddur í verslun í bænum og bað hann um öndunarsýni sem reyndist neikvætt.

Í kjölfarið var maðurinn fluttur á lögreglustöð til þess að gefa þvagsýni og þar var manninum tjáð að afskipti lögeglu af honum stöfuðu af ábendingu þess efnis að hann hafi verið á þorrablóti kvöldið áður í sveitinni þar sem hann átti að hafa verið ölvaður og að bjóða fíkniefni. Hann var hinsvegar ekki grunaður um að hafa neytt fíkniefna og því þótti dómaranum að sú ákvörðun að krefjast þvagsýnis hefði verið í engu samræmi við tilefnið.

Dómarinn var því á því að pilturinn, sem auk þess var aðeins 17 ára gamall þegar atvikið átti sér stað, hefði verið ólögmætt sviptur frelsi sínu auk þess sem lögregla gætti ekki að ákvæðum barnaverndarlaga. Ríkið var því dæmt til að greiða 70 þúsund krónur með dráttarvöxtum auk þess sem gjafsóknarkostnaður upp á 600 þúsund krónur greiðist úr ríkissjóði.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×