Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás 21. desember 2009 16:39 Héraðsdómur Reykjavíkur. Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira
Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. Athygli vekur að Erla er dæmd fyrir ummæli sem hún hafði orðrétt eftir Davíð en sjálfum er honum ekki stefnt vegna orða sinna. Erla átti upptöku af samtalinu og lagði fyrir dóminn. Um var að ræða ummæli þar sem Davíð sakaði Viðar um að hafa borið þá kjaftasögu út að litháensk mafía héldi til á skemmtistaðnum. Ummælin, sem hafa verið dæmd dauð og ómerk, voru svohljóðandi: „Hann [stefnandi] er búinn að bera orðróm út um allan bæ um að það komi enginn með stæla inn á Strawberries því hann sé þar með litháísku mafíuna og að ég hafi bara verið tekinn og laminn þarna inni. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Hann verður eiginlega að gera hug sinn um hvort hann telur mig hafa verið laminn eða sig." Þá var Erla einnig dæmd fyrir millifyrirsögnina „Orðrómur um mafíuna" Í niðurstöðu dómsins segir að ummælin hafi kallað fram hughrif um að Viðar væri tengdur skipulagðri glæpastarfsemi. Verjandi Erlu, Gunnar Ingi Jóhannsson, sagði að málinu yrði skotið til Hæstaréttar Íslands. Hann sagði ennfremur að dómstólar væru á slæmri vegferð með þessum dómi. Dómurinn dæmdi Erlu til þess að greiða Viðari 200 þúsund krónur í miskabætur. 150 þúsund krónur til þess að standa straum af birtingu dómsins í fjölmiðlum. Þá þarf hún að greiða 350 þúsund krónur í málskostnað. Málið er keimlíkt öðrum dómi þar sem blaðamaður Vikunnar var dæmdur fyrir að hafa orðrétt eftir viðmælanda sínum. Þá hélt fyrrum súludansmær því fram að hún hefði orðið vitni að vændi inn á súlustað. Blaðmaðurinn var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur en þeim dómi var snúið í Hæstarétti Íslands. Málinu var svo áfrýjað til mannréttindadómstólsins í Strassborg þar sem það bíður eftir að vera tekið fyrir.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Fleiri fréttir Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Sjá meira