Aðskilnaðarstefnan í skólum Falasteen Abu Libdeh og Felix Bergsson og Jóhann Björnsson skrifa 15. desember 2009 06:00 Á hverju ári vekur fjöldi foreldra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar athygli á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir þegar skólaheimsóknir í kirkjur eiga sér stað. Eðlilega tilheyra ekki allir sama trúfélagi og sem betur fer eru lífsskoðanir fólks mismunandi. Í nóvember sl. sendi mannréttindastjóri Reykjavíkur bréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem bent var á mikilvægi þess að virða margbreytileika mannlífsins og minnt var m.a. á að í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun…". Einnig var vakin athygli á niðurstöðu starfshóps um samstarf kirkju og skóla frá árinu 2007, en þar kemur fram að „í leik og grunnskóla skal börnunum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Mannréttindaráð hefur lagt mikla áherslu á að fólk búi saman í borginni og umgangist hvert annað burtséð frá uppruna og þjóðerni, burtséð frá kynhneigð og burtséð frá fötlun. Ætla mætti að ráðið væri líka á þeirri skoðun að ekki væru reistir aðskilnaðarmúrar fólks ólíkra trúarbragða og lífsskoðana í stofnunum borgarinnar, en svo er ekki um alla fulltrúa mannréttindaráðs. Nýverið sá formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkur ástæðu til að senda leiðréttingarbréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarf í borginni skuli vera með þeim hætti að börnin skuli aðgreind eftir trúar- eða lífsskoðunum. Í bréfi sínu segir formaðurinn m.a.: „Ætlunin var alls ekki að gera athugasemdir við hefðbundið kirkjustarf skólabarna heldur að benda á mikilvægi þess að þeim sem hafa aðrar lífs-eða trúarskoðanir standi annað til boða á meðan á kirkjustarfinu stendur." Á meðan við sem aðhyllumst fjölmenningarlegt samfélag erum að leitast við að samþætta alla hópa samfélagsins í eina heild þá er formaður mannréttindaráðs að leggja áherslu á aðskilnað barna eftir trúar- og lífsskoðunum. Aðskilnaður mismunandi hópa samfélagsins kann aldrei góðri lukku að stýra. Við eigum að sameina íbúana hvernig sem þeir eru og skólarnir eiga að fara þar fremstir í flokki. Það er vafasamt þegar skólar kjósa að haga starfsemi sinni með þeim hætti að aðstæður skapist þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra. Með því að bjóða upp á „hefðbundið kirkjustarf skólabarna" í skólum er verið að þvinga börn og foreldra þeirra til að velja á milli þess að standa við sína lífsskoðun annars vegar eða falla inn í hópinn hins vegar. Fjölmörg dæmi eru um það að foreldrar eða börn ákveði að taka þátt í trúarstarfi í þeim eina tilgangi að vera ekki stimpluð öðruvísi. Í nýjum bæklingi frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er tekið dæmi um mismunun vegna trúarskoðana. Þar segir: „Foreldrar Bergþóru, sem standa utan trúfélaga, vilja ekki að hún læri kristin fræði eða fari í kirkju á skólatíma. Bergþóru er boðið að sitja á bókasafninu, án þess að fá kennslu, á meðan kristindómsfræðslan stendur yfir. Foreldrarnir vilja hins vegar að hún sitji við sama borð og hin börnin og njóti fræðslu á meðan." Grundvallarmisskilnings gætir í þessu dæmi. Almennt eru foreldrar ekki bara ósáttir við að börn þeirra séu látin hanga á bókasafni á meðan trúarathafnir fara fram. Foreldrar eru fyrst og fremst ósáttir við að starfsemi opinberra skóla sé þannig háttað að þeir neyðist til að láta taka börn sín út úr venjulegu skólastarfi, frá samnemendum sínum og félögum. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm árið 2007 í máli norskra foreldra sem höfðað höfðu mál vegna starfsemi trúfélags í skólum. Í dómnum segir að brotið hafi verið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem skólar héldu uppi trúarlegri starfsemi sem m.a fól í sér kirkjuferðir. Spyrja má í framhaldi af þessum dómi hvort við ætlum að bíða þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komi vitinu fyrir okkur eða hvort við eigum að taka frumkvæðið sjálf og hefja veg fjölmenningarlegs skólastarfs til vegs og virðingar þar sem nemendur eru ekki flokkaðir eftir trúar- og lífsskoðunum. Höfundar eru fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Á hverju ári vekur fjöldi foreldra barna í leik- og grunnskólum borgarinnar athygli á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir þegar skólaheimsóknir í kirkjur eiga sér stað. Eðlilega tilheyra ekki allir sama trúfélagi og sem betur fer eru lífsskoðanir fólks mismunandi. Í nóvember sl. sendi mannréttindastjóri Reykjavíkur bréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem bent var á mikilvægi þess að virða margbreytileika mannlífsins og minnt var m.a. á að í aðalnámskrá grunnskóla kemur fram að „Skólinn er fræðslustofnun en ekki trúboðsstofnun…". Einnig var vakin athygli á niðurstöðu starfshóps um samstarf kirkju og skóla frá árinu 2007, en þar kemur fram að „í leik og grunnskóla skal börnunum ekki mismunað vegna trúar eða lífsskoðunar þeirra eða foreldra þeirra. Forðast skal aðstæður þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra." Mannréttindaráð hefur lagt mikla áherslu á að fólk búi saman í borginni og umgangist hvert annað burtséð frá uppruna og þjóðerni, burtséð frá kynhneigð og burtséð frá fötlun. Ætla mætti að ráðið væri líka á þeirri skoðun að ekki væru reistir aðskilnaðarmúrar fólks ólíkra trúarbragða og lífsskoðana í stofnunum borgarinnar, en svo er ekki um alla fulltrúa mannréttindaráðs. Nýverið sá formaður Mannréttindaráðs Reykjavíkur ástæðu til að senda leiðréttingarbréf til stjórnenda leik- og grunnskóla þar sem lögð er áhersla á að skólastarf í borginni skuli vera með þeim hætti að börnin skuli aðgreind eftir trúar- eða lífsskoðunum. Í bréfi sínu segir formaðurinn m.a.: „Ætlunin var alls ekki að gera athugasemdir við hefðbundið kirkjustarf skólabarna heldur að benda á mikilvægi þess að þeim sem hafa aðrar lífs-eða trúarskoðanir standi annað til boða á meðan á kirkjustarfinu stendur." Á meðan við sem aðhyllumst fjölmenningarlegt samfélag erum að leitast við að samþætta alla hópa samfélagsins í eina heild þá er formaður mannréttindaráðs að leggja áherslu á aðskilnað barna eftir trúar- og lífsskoðunum. Aðskilnaður mismunandi hópa samfélagsins kann aldrei góðri lukku að stýra. Við eigum að sameina íbúana hvernig sem þeir eru og skólarnir eiga að fara þar fremstir í flokki. Það er vafasamt þegar skólar kjósa að haga starfsemi sinni með þeim hætti að aðstæður skapist þar sem börn eru tekin út úr hópum eða skylduð til að taka þátt í atburðum sem ekki samræmast trúar- eða lífsskoðunum þeirra. Með því að bjóða upp á „hefðbundið kirkjustarf skólabarna" í skólum er verið að þvinga börn og foreldra þeirra til að velja á milli þess að standa við sína lífsskoðun annars vegar eða falla inn í hópinn hins vegar. Fjölmörg dæmi eru um það að foreldrar eða börn ákveði að taka þátt í trúarstarfi í þeim eina tilgangi að vera ekki stimpluð öðruvísi. Í nýjum bæklingi frá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur er tekið dæmi um mismunun vegna trúarskoðana. Þar segir: „Foreldrar Bergþóru, sem standa utan trúfélaga, vilja ekki að hún læri kristin fræði eða fari í kirkju á skólatíma. Bergþóru er boðið að sitja á bókasafninu, án þess að fá kennslu, á meðan kristindómsfræðslan stendur yfir. Foreldrarnir vilja hins vegar að hún sitji við sama borð og hin börnin og njóti fræðslu á meðan." Grundvallarmisskilnings gætir í þessu dæmi. Almennt eru foreldrar ekki bara ósáttir við að börn þeirra séu látin hanga á bókasafni á meðan trúarathafnir fara fram. Foreldrar eru fyrst og fremst ósáttir við að starfsemi opinberra skóla sé þannig háttað að þeir neyðist til að láta taka börn sín út úr venjulegu skólastarfi, frá samnemendum sínum og félögum. Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm árið 2007 í máli norskra foreldra sem höfðað höfðu mál vegna starfsemi trúfélags í skólum. Í dómnum segir að brotið hafi verið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem skólar héldu uppi trúarlegri starfsemi sem m.a fól í sér kirkjuferðir. Spyrja má í framhaldi af þessum dómi hvort við ætlum að bíða þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komi vitinu fyrir okkur eða hvort við eigum að taka frumkvæðið sjálf og hefja veg fjölmenningarlegs skólastarfs til vegs og virðingar þar sem nemendur eru ekki flokkaðir eftir trúar- og lífsskoðunum. Höfundar eru fulltrúar í mannréttindaráði Reykjavíkur.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun