Árás í Heiðmörk: „Dómurinn er nýtt áfall fyrir systur mína“ 14. desember 2009 17:33 Héraðsdómur Reykjanes. „Þetta er náttúrulega enginn dómur," segir Hrönn Óskarsdóttir, systir 16 ára stúlku sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Heiðmörk í apríl síðastliðnum, en dómur féll í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Ákvörðun refsingar yfir þremur stúlkum var frestað í þrjú ár og refsing látin niður falla haldi þær almennt skilorð. Stúlkurnar játuðu að hafa numið fimmtán ára stúlkuna á brott í Hafnarfirði og farið með hana í Heiðmörk. Þar gengu þær í skrokk á henni, meðal annars spörkuðu þær í höfuð hennar. Árásin var fólskuleg. Sjálfar voru árásarstúlkurnar aðeins sextán ára gamlar þegar þær gengu í skrokk á fórnalambi sínu. „Þetta kom okkur rosalega á óvart," segir Hrönn sem er reið fyrir hönd systur sinnar. Hún segir málið hafa verið höfðað að þeim fjarverandi og meðal annars bar fórnalambið aldrei vitni í málinu. Hrönn segir að lögregluskýrsla hafi verið tekin af systur sinni strax eftir árásina, en síðar hafi fleiri atriði rifjast upp sem ekki fengu að fylgja með í skýrslunni. „Það rifjuðust fleiri atriði upp fyrir henni nokkrum dögum síðar. Meðal annar spörkuðu þær svo fast í höfuð hennar að hún missti meðvitund," segir Hrönn og bætir við að árásastúlkurnar hafi þá haldið að þær hefðu orðið systur hennar að bana. „Svo þegar þær sáu að hún var aftur kominn til meðvitundar þá héldu þær bara áfram," segir Hrönn. Í dóminum kemur fram að allar séu stúlkurnar ungar að árum og ein þeirra hafi farið í vímuefnameðferð. Það er talið þeim til tekna og þess vegna er dómurinn yfir þeim skilorðsbundinn. Hrönn segir það einnig snúa undarlega að fjölskyldunni að engin bótakrafa hafi verið lögð fram fyrir hönd systur hennar í dómi. Þá segir Hrönn að engin úr fjölskyldunni hafi vitað að málið hefði verið dómtekið fyrr en blaðamaður hringdi í hana og sagði henni frá því. Einnig vissi fjölskyldan ekki að dómur hefði fallið í málinu fyrr en það kom í fjölmiðlum í dag. „Það hlýtur að vera umhugsunarefni að fórnalömbin séu verr sett en áður en dómur féll í málinu," segir Hrönn en systir hennar er enn að jafna sig eftir árásina. Hún hafi verið hjá sálfræðingi auk þess sem hún hafi haft áfallateymi í kringum sig til þess að takast á við andlegar afleiðingar árásarinnar. Ekki er tekið tillit til þeirra meina í dóminum. „Dómurinn er nýtt áfall fyrir systur mína," segir Hrönn. Hún segir næsta mál á dagskrá vera að fara í einkamál við stúlkurnar. Tengdar fréttir Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Þrjár sautján ára stúlkur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. 11. desember 2009 06:00 Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur. 14. desember 2009 15:26 Rannsókn lögreglu á Heiðmerkurárás lokið Rannsókn lögreglunnnar á fólskulegri árás á unga stúlku í Heiðmörk er lokið og tekin verður ákvörðun um framhald málsins innan skamms, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. 26. maí 2009 14:32 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
„Þetta er náttúrulega enginn dómur," segir Hrönn Óskarsdóttir, systir 16 ára stúlku sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás í Heiðmörk í apríl síðastliðnum, en dómur féll í málinu í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Ákvörðun refsingar yfir þremur stúlkum var frestað í þrjú ár og refsing látin niður falla haldi þær almennt skilorð. Stúlkurnar játuðu að hafa numið fimmtán ára stúlkuna á brott í Hafnarfirði og farið með hana í Heiðmörk. Þar gengu þær í skrokk á henni, meðal annars spörkuðu þær í höfuð hennar. Árásin var fólskuleg. Sjálfar voru árásarstúlkurnar aðeins sextán ára gamlar þegar þær gengu í skrokk á fórnalambi sínu. „Þetta kom okkur rosalega á óvart," segir Hrönn sem er reið fyrir hönd systur sinnar. Hún segir málið hafa verið höfðað að þeim fjarverandi og meðal annars bar fórnalambið aldrei vitni í málinu. Hrönn segir að lögregluskýrsla hafi verið tekin af systur sinni strax eftir árásina, en síðar hafi fleiri atriði rifjast upp sem ekki fengu að fylgja með í skýrslunni. „Það rifjuðust fleiri atriði upp fyrir henni nokkrum dögum síðar. Meðal annar spörkuðu þær svo fast í höfuð hennar að hún missti meðvitund," segir Hrönn og bætir við að árásastúlkurnar hafi þá haldið að þær hefðu orðið systur hennar að bana. „Svo þegar þær sáu að hún var aftur kominn til meðvitundar þá héldu þær bara áfram," segir Hrönn. Í dóminum kemur fram að allar séu stúlkurnar ungar að árum og ein þeirra hafi farið í vímuefnameðferð. Það er talið þeim til tekna og þess vegna er dómurinn yfir þeim skilorðsbundinn. Hrönn segir það einnig snúa undarlega að fjölskyldunni að engin bótakrafa hafi verið lögð fram fyrir hönd systur hennar í dómi. Þá segir Hrönn að engin úr fjölskyldunni hafi vitað að málið hefði verið dómtekið fyrr en blaðamaður hringdi í hana og sagði henni frá því. Einnig vissi fjölskyldan ekki að dómur hefði fallið í málinu fyrr en það kom í fjölmiðlum í dag. „Það hlýtur að vera umhugsunarefni að fórnalömbin séu verr sett en áður en dómur féll í málinu," segir Hrönn en systir hennar er enn að jafna sig eftir árásina. Hún hafi verið hjá sálfræðingi auk þess sem hún hafi haft áfallateymi í kringum sig til þess að takast á við andlegar afleiðingar árásarinnar. Ekki er tekið tillit til þeirra meina í dóminum. „Dómurinn er nýtt áfall fyrir systur mína," segir Hrönn. Hún segir næsta mál á dagskrá vera að fara í einkamál við stúlkurnar.
Tengdar fréttir Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Þrjár sautján ára stúlkur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. 11. desember 2009 06:00 Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur. 14. desember 2009 15:26 Rannsókn lögreglu á Heiðmerkurárás lokið Rannsókn lögreglunnnar á fólskulegri árás á unga stúlku í Heiðmörk er lokið og tekin verður ákvörðun um framhald málsins innan skamms, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. 26. maí 2009 14:32 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Sjá meira
Þrjár stúlkur játuðu árás í Heiðmörk Þrjár sautján ára stúlkur játuðu fyrir dómi í fyrradag að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Vegna skýlausra játninga stúlknanna var málið í kjölfarið dómtekið og má búast við dómi á næstu vikum. 11. desember 2009 06:00
Árás í Heiðmörk: Refsingu frestað Héraðsdómur Reykjaness ákvað í dag að fresta dómi skilorðsbundið yfir þremur sautján ára gömlum stúlkum sem játuðu að hafa ráðist á fjórðu stúlkuna í Heiðmörk í apríl á þessu ári. Haldi stúlkurnar þriggja ára skilorð munu þær ekki þurfa að sæta refsingu vegna árásarinnar. Þær voru hinsvegar dæmdar til þess að greiða sakarkostnað í málinu, tæpar 32 þúsund krónur. 14. desember 2009 15:26
Rannsókn lögreglu á Heiðmerkurárás lokið Rannsókn lögreglunnnar á fólskulegri árás á unga stúlku í Heiðmörk er lokið og tekin verður ákvörðun um framhald málsins innan skamms, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. 26. maí 2009 14:32