Leikskólastjórar múlbundnir af borginni 11. desember 2009 04:45 Leikskólar Reykjavíkurborgar eru 79 talsins, auk 19 einkarekinna leikskóla. Alls eru um 8.200 reykvísk börn á leikskóla.Fréttablaðið/pjetur Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar hefur í tvígang síðustu daga sent leikskólastjórum í borginni tölvupóst með fyrirmælum um þetta. Í þeim er talað um að hvers kyns áróður sé bannaður í leikskólum. Neikvæð umræða um niðurskurðinn falli undir þá skilgreiningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal leikskólastjóra vegna þessara fyrirmæla. Hagsmunasamtökin Börnin okkar, samtök foreldrafélaga leikskóla hafa einkum haft uppi varnaðarorð vegna niðurskurðaráforma á leikskólasviði, líkt og sérstakur starfshópur sem myndaður hefur verið um að andmæla hugmyndunum. Fundurinn sem ekki mátti auglýsa fór fram í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi. Þar upplýstu fulltrúar leikskólasviðs og leikskólaráðs borgarinnar foreldra um niðurskurðaráformin og gerðu þeim grein fyrir hvernig til stæði að ná fram þeim 400 milljóna sparnaði sem stefnt er að. Auglýsinga- og umræðubannið var einnig tekið til umræðu á fundinum. Fundurinn var ekki yfirstaðinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi og því náðist hvorki tal af fulltrúum hagsmunasamtakanna, né sviðsstjóra leikskólasviðs eða formanni leikskólaráðs vegna málsins. Hagsmunasamtök foreldra hafa ítrekað lýst yfir óánægju með að skera skuli niður um 5,57 prósent á leikskólasviði á næsta ári. Hafa þeir krafist þess að sviðinu verði hlíft við hagræðingu því börnin eigi að vera fremst í forgangsröð borgarinnar. stigur@frettabladid.is Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Leikskólakennurum í Reykjavík hefur verið meinað að áframsenda á stjórnir foreldrafélaga fundarboð frá hagsmunasamtökum foreldra leikskólabarna. Þeir mega heldur ekki hengja upp veggspjöld frá samtökunum þar sem slíkir fundir eru auglýstir, né tala á neikvæðum nótum um fyrirhugaðan niðurskurð hjá leikskólum borgarinnar. Sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar hefur í tvígang síðustu daga sent leikskólastjórum í borginni tölvupóst með fyrirmælum um þetta. Í þeim er talað um að hvers kyns áróður sé bannaður í leikskólum. Neikvæð umræða um niðurskurðinn falli undir þá skilgreiningu. Heimildir Fréttablaðsins herma að töluverðrar óánægju gæti meðal leikskólastjóra vegna þessara fyrirmæla. Hagsmunasamtökin Börnin okkar, samtök foreldrafélaga leikskóla hafa einkum haft uppi varnaðarorð vegna niðurskurðaráforma á leikskólasviði, líkt og sérstakur starfshópur sem myndaður hefur verið um að andmæla hugmyndunum. Fundurinn sem ekki mátti auglýsa fór fram í Miðbæjarskólanum í gærkvöldi. Þar upplýstu fulltrúar leikskólasviðs og leikskólaráðs borgarinnar foreldra um niðurskurðaráformin og gerðu þeim grein fyrir hvernig til stæði að ná fram þeim 400 milljóna sparnaði sem stefnt er að. Auglýsinga- og umræðubannið var einnig tekið til umræðu á fundinum. Fundurinn var ekki yfirstaðinn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi og því náðist hvorki tal af fulltrúum hagsmunasamtakanna, né sviðsstjóra leikskólasviðs eða formanni leikskólaráðs vegna málsins. Hagsmunasamtök foreldra hafa ítrekað lýst yfir óánægju með að skera skuli niður um 5,57 prósent á leikskólasviði á næsta ári. Hafa þeir krafist þess að sviðinu verði hlíft við hagræðingu því börnin eigi að vera fremst í forgangsröð borgarinnar. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu