Erlent

Loftslagsfræðingar sagðir ýkja stórlega

Óli Tynes skrifar
Hvað er eiginlega að gerast með jörðina?
Hvað er eiginlega að gerast með jörðina?

Breski háskólinn University of East Anglia hefur staðfest við New York Times að hundruðum tölvupósta hafi verið stolið af vefþjóni skólans.

Þetta eru meðal annars póstar sem gengið hafa á milli þekktra breskra og bandarískra vísindamanna þar sem fjallað er um loftslagsmál.

Þar kemur ýmislegt fram sem efasemdarmenn um hlýnun jarðar segja að sýni ljóslega að vísindamennirnir stundi blekkingar til þess að ýkja áhrif mannsins á loftslagsbreytingar.

Í einum póstinum segir vísindamaður að hann hafi notað tölfræðilega brellu til þess að sýna framá skarpa hlýnun.

Birtir eru nokkrir póstar sem fóru á milli Kevins Trenberth loftslagsfræðing og annarra vísindamanna. Trenberth er loftslagsfræðigur við National Center for Athmospheric Research í Bandaríkjunum.

Vísindamennirnir tala um skort á skilningi á hitasveiflum sem mælst hafa undanfarið, sem benda til þess að jörðin sé nú að kólna.

Trenberth segir meðal annars -Staðreyndin er sú að við getum ekki gert grein fyrir því hvers vegna jörðin er ekki að hitna núna og það er skrípaleikur.

Margir vísindamannanna sem nafngreindir eru í tölvupóstunum hafa staðfest við New York Times að þeir hafi skrifað þá.

 





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×