Innlent

Albaníuferð þingmanna kostar á aðra milljón króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásta Ragnheiður fór ásamt þingmönnunum Steinunni Valdísi og Siv Friðleifsdóttur og starfsmanni Alþingis. Mynd/ Anton.
Ásta Ragnheiður fór ásamt þingmönnunum Steinunni Valdísi og Siv Friðleifsdóttur og starfsmanni Alþingis. Mynd/ Anton.
Ferð Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, varaforsetanna Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur og Sivjar Friðleifsdóttur og Jörundar Kristjánssonar, alþjóðaritara á skrifstofu forseta Alþingis, kostar tæpar 1,4 milljónir króna.

Samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarskrifstofustjóra Alþingis kostar ferðin 1396 þúsund krónur. Þar af er kostnaður vegna flugferða 1.090.000 og dagpeningar 300 þúsund krónur.

Karl Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis, segir að fyrir utan ferðakostnað til Albaníu hafi verið um boðsferð á vegum Albanska þingsins að ræða. „Boð til Alþingis barst í fyrra. Það hefði mjög erfitt gagnvart gestgjöfum að draga ferðina lengur. Albanir voru í heimsókn á Íslandi tvisvar sinnum á síðasta ári. Ákveðið var að hafa lágmarksfjölda í sendinefndinni og senda 2 þingmenn í stað 5 eins og oftast áður í slíkum opinberum heimsóknum milli þjóðþinga," segir Karl í svari við fyrirspurn Vísis.

Eins og Vísir greindi frá í gær munu forseti Alþingis og varaforsetar meðal annars eiga fundi með forseta albanska þingsins og fulltrúum í Evrópunefnd þess. Þá munu þau einnig hitta að máli forsætisráðherra, utanríkisráðherra og mennta- og ferðamálaráðherra landsins.




Tengdar fréttir

Forseti Alþingis í Albaníu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Albaníu í boði Jozefinu Topalli, forseta albanska þingsins. Heimsókn Ástu hófst í dag og lýkur á sunnudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×