Aðeins 2% nauðgunarmála enda með sakfellingu Andri Ólafsson skrifar 12. nóvember 2009 18:30 Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmótökunnar enda með sakfellingu.Það þýðir einn dómur fyrir hverjar 52 tilkynntar nauðganir. Afbrotatölfræði ríkislögreglustjórans fyrir árið 2008 er nýkomin út en þar er má meðal annars enn og aftir sjá aukning á kynferðisbrotum. Þeim hefur fjölgað um 5% á milli ára en 15 % ef borið er saman við meðaltal síðustu fimm ára. Það sem er hins vegar athyglisvert við tölfræði kynferðisbrota er hversu fá nauðgunarmál enda með sakfellingu. Lítum á dæmi. Á árunum 2002 til 2006 leituðu um 1250 konur til stígamóta eða neyðarmóttöku eftir að hafa verið nauðgað. Stór hluti þessara kvenna treysti sér ekki til að leita með málið lengra og því rötuðu ekki nema 468 þessara mála inn á borð lögreglu. Hér er talað um nauðgun, misneytingu og nauðung. Af þessum 468 málum sem komu inn á borð lögreglu komust aðeins 156 mál í gegn um kæru og rannsóknarferlið inn á borð ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákærur. Af þessum 156 málum sem ríkissaksóknari fékk til skoðunnar á tímabilinu voru 105 mál látin niður falla. Það eru tveir þriðja málanna. Og þess vegna komust aðeins 51 mál fyrir dómara í héraðsdómi Meira en helmingur karlanna sem sóttir voru til saka fyrir nauðgun, voru sýknaðir en aðeins 24 voru sakfelldir. Tuttugu og fjögur, af þeim 1250 nauðgunarmálum sem komu inn á borð stígamóta og neyðarmóttökunnar á árunum 2002 -2006. Það þýðir að sakfellt var í aðeins einu nauðgunarmáli af hverjum 52 nauðgunarmálum sem upp komu á þessu tímabili. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Aðeins tvö prósent þeirra nauðgunarmála sem koma inn á borð Stígamóta og Neyðarmótökunnar enda með sakfellingu.Það þýðir einn dómur fyrir hverjar 52 tilkynntar nauðganir. Afbrotatölfræði ríkislögreglustjórans fyrir árið 2008 er nýkomin út en þar er má meðal annars enn og aftir sjá aukning á kynferðisbrotum. Þeim hefur fjölgað um 5% á milli ára en 15 % ef borið er saman við meðaltal síðustu fimm ára. Það sem er hins vegar athyglisvert við tölfræði kynferðisbrota er hversu fá nauðgunarmál enda með sakfellingu. Lítum á dæmi. Á árunum 2002 til 2006 leituðu um 1250 konur til stígamóta eða neyðarmóttöku eftir að hafa verið nauðgað. Stór hluti þessara kvenna treysti sér ekki til að leita með málið lengra og því rötuðu ekki nema 468 þessara mála inn á borð lögreglu. Hér er talað um nauðgun, misneytingu og nauðung. Af þessum 468 málum sem komu inn á borð lögreglu komust aðeins 156 mál í gegn um kæru og rannsóknarferlið inn á borð ríkissaksóknara sem tekur ákvörðun um ákærur. Af þessum 156 málum sem ríkissaksóknari fékk til skoðunnar á tímabilinu voru 105 mál látin niður falla. Það eru tveir þriðja málanna. Og þess vegna komust aðeins 51 mál fyrir dómara í héraðsdómi Meira en helmingur karlanna sem sóttir voru til saka fyrir nauðgun, voru sýknaðir en aðeins 24 voru sakfelldir. Tuttugu og fjögur, af þeim 1250 nauðgunarmálum sem komu inn á borð stígamóta og neyðarmóttökunnar á árunum 2002 -2006. Það þýðir að sakfellt var í aðeins einu nauðgunarmáli af hverjum 52 nauðgunarmálum sem upp komu á þessu tímabili.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira