Mikill stuðningur við mögulega ESB aðild Íslands 7. nóvember 2009 13:15 Stefán Haukur Jóhannesson verður aðalsamningamaður Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Mynd/Stefán Karlsson „Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem skipuð var í vikunni. Rætt er við Stefán í Fréttablaðinu í dag. Stefán segir að nú sé beðið eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ljúki yfirferð sinni á svörum íslenskra stjórnvalda við 2500 spurningalista ESB. „Framkvæmdastjórnin telur svör okkar efnislega góð og er ekkert að vanbúnaði að ljúka þeim störfum. Þegar álitið liggur fyrir taka aðildarríki sambandsins það til meðferðar á leiðtogafundi undir lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Sá fundur tekur svo endanlega ákvörðun og við eigum ekki von á öðru en að hún verði jákvæð og niðurstaðan sú að hefja formlegar viðræður," segir Stefán. Verkefni samninganefndarinnar verði að tryggja hagsmuni Íslands og ná sem hagstæðustum samningi, að mati Stefáns. Það komi síðar í ljós hversu sveigjanlegt Evrópusambandið verði. Hann segir að það verði einnig að koma í ljós hvort að samningar náist um sjávarútvegsmál sem almenningur og og útgerðarmenn sætti sig við. „Við vitum að sjávarútvegsmálin verða meðal erfiðustu mála og við útfærslu samningsmarkmiðanna verður haft náið samráð við hagsmunaaðila. Það hefur hins vegar sýnt sig að Evrópusambandið hefur viljað finna sérlausnir sem ný aðildarríki geta unað við. Reyndin sýnir að sambandið er opið og menn þar á bæ hafa gefið til kynna að þeir vilji reyna að finna lausn á málum sem kemur til móts við kröfur Íslendinga. En allt mun þetta skýrast við samningaborðið," segir Stefán. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Allar vísbendingar eru í þá átt að innan Evrópusambandsins sé mikill stuðningur við mögulega aðild okkar," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra, sem fer fyrir íslensku samninganefndinni í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið sem skipuð var í vikunni. Rætt er við Stefán í Fréttablaðinu í dag. Stefán segir að nú sé beðið eftir því að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins ljúki yfirferð sinni á svörum íslenskra stjórnvalda við 2500 spurningalista ESB. „Framkvæmdastjórnin telur svör okkar efnislega góð og er ekkert að vanbúnaði að ljúka þeim störfum. Þegar álitið liggur fyrir taka aðildarríki sambandsins það til meðferðar á leiðtogafundi undir lok þessa árs eða snemma á næsta ári. Sá fundur tekur svo endanlega ákvörðun og við eigum ekki von á öðru en að hún verði jákvæð og niðurstaðan sú að hefja formlegar viðræður," segir Stefán. Verkefni samninganefndarinnar verði að tryggja hagsmuni Íslands og ná sem hagstæðustum samningi, að mati Stefáns. Það komi síðar í ljós hversu sveigjanlegt Evrópusambandið verði. Hann segir að það verði einnig að koma í ljós hvort að samningar náist um sjávarútvegsmál sem almenningur og og útgerðarmenn sætti sig við. „Við vitum að sjávarútvegsmálin verða meðal erfiðustu mála og við útfærslu samningsmarkmiðanna verður haft náið samráð við hagsmunaaðila. Það hefur hins vegar sýnt sig að Evrópusambandið hefur viljað finna sérlausnir sem ný aðildarríki geta unað við. Reyndin sýnir að sambandið er opið og menn þar á bæ hafa gefið til kynna að þeir vilji reyna að finna lausn á málum sem kemur til móts við kröfur Íslendinga. En allt mun þetta skýrast við samningaborðið," segir Stefán.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust á hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira