Margt hefur áunnist með Schengen-aðild 3. nóvember 2009 06:00 Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Smári Sigurðsson, yfirmaður alþjóðadeildar embættis Ríkislögreglustjóra, telur úrsögn úr Schengen-samstarfinu ekki leysa þann vanda sem afbrot útlendinga á Íslandi er. Upptaka landamæraeftirlits í stað Schengen-aðildar væri skref aftur á bak. Hann bendir á að margt hafi unnist með aðild, helst þó aðgangur lögreglu að alþjóðlegum gagnagrunnum sem sé hrein bylting. Með honum hafi lögreglan til að mynda fundið eftirlýsta glæpamenn sem ella hefði ekki orðið. Félagsmenn í Lögreglufélagi Vestfjarða ályktuðu á dögunum á þann veg að Ísland eigi að hætta þátttöku í Schengen og taka í staðinn upp vegabréfaeftirlit eins og tíðkaðist áður. Sagði Gylfi Þór Gíslason, formaður félagsins, í samtali við Fréttablaðið á laugardag að Schengen-aðild hefði ekki gefið góða raun. Fólk sem hingað komi í þeim tilgangi að fremja afbrot eigi greiða leið inn í landið. Einsýnt væri að með sjálfstæðu og öflugu landamæraeftirliti yrði hægt að stöðva talsvert af því fólki sem kemur til landsins til að fremja glæpi. Sú skipulagða glæpastarfsemi sem talin er hafa skotið hér rótum kunni að hafa gert það í skjóli frjálsrar farar fólks innan Schengen-svæðisins. Smári Sigurðsson bendir á að frjáls för sé ekki bundin við Schengen-svæðið. Hún hafi verið innleidd í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið auk þess sem hún hafi viðgengist á Norðurlöndunum í áratugi á grundvelli sérstaks samnings. Frjáls för fólks verði ekki stöðvuð nema Ísland segi sig úr margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir. Þá segir Smári að engin leið sé að skoða feril allra ferðamanna sem leggi leið sína til landsins og þaðan af síður að sigta þá út sem líklegir séu til að fremja afbrot. Efast hann að auki um að Íslendingar séu reiðubúnir til að standa í löngum biðröðum eftir vegabréfaskoðun í flughöfnunum í útlöndum, til að mynda í Kaupmannahöfn. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira